Auðnir Íslands - fegurð eða fánýti? Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Margir þeir sem ferðast um Ísland, bæði innlendir og erlendir, hafa hrifist af þeirri víðáttu og ósnortnu náttúru sem landið býður upp á. Stórar hraunbreiður, vaxnar mosa og nærri auðir melar eða svartir sandar eru einstök náttúrufyrirbæri og einkennandi landslag fyrir Ísland. Annað, en þó ekki jafn sýnilegt, er sérstaða íslensks jarðvegs. Hér á landi eru mörg virk eldfjöll og er eldfjallajörð (e. andosol) þar af leiðandi algeng. Eldfjallajörð hefur sérstaka eiginleika og safnar miklu kolefni eða að meðaltali um 30 kg af kolefni á hvern fermetra. Mójörð, sem einnig er algeng hér á landi, safnar enn meira af kolefni og getur djúp mójörð geymt allt að 300 kg kolefnis á hvern fermetra. Ljóst er að íslenskur jarðvegur getur tekið við miklu magni kolefnis en ef lítil eða engin gróðurhula er yfir jörðinni veldur veðrun og rof því að kolefnið losnar út í andrúmsloftið í formi koltvísýrings (CO2) eða sest í hafið þar sem það getur hvarfast við kalk og aukið á súrnun sjávar . Vissulega eru hér náttúrulegar eyðimerkur sem ekki er hægt að sporna við að myndist vegna reglulegra eldgosa. Hér eru þó einnig svæði sem ættu í raun ekki að vera auðnir og sést það á eiginleikum jarðvegsins (oft brúnjörð) og í sögulegum heimildum (sjá rit LbhÍ nr. 130). Mikil og óvarkár nýting lands í gegnum tíðina hefur orðið til þess að jarðvegur sem ætti að vera frjósamur missir gróðurhulu sína og uppblástur eða rof hefst. Ef ekkert er gert til að endurheimta gróðurhuluna losnar kolefni smátt og smátt úr jarðveginum og að lokum verður landsvæðið að auðn. Þessar auðnir þekkjum við vel og lítum á sem náttúrulegan hluta af landslagi Íslands en raunin er sú að þær losa álíka mikið af kolefni á ári og öll íslenska þjóðin (sjá rit LbhÍ nr. 133). Þegar litið er á tölur yfir kolefnislosun auðnanna og ástæður fyrir myndun margra þeirra er erfitt að sjá það sem áður heillaði við landslagið. Sem betur fer er vel hægt að hafa áhrif á kolefnislosun auðna, og þar með losun Íslands, með því að græða upp landið og endurheimta hrunin eða hnigin vistkerfi þar sem það á við og á viðeigandi hátt hverju sinni. Ef land sem ekki er of rofið er t.d. losað undan beitarálagi getur það jafnað sig án alls inngrips. Þetta má greinilega sjá á mörgum stöðum þar sem erfitt er að komast að fyrir menn og búfénað líkt og í hólmum eða á beitarfriðuðum svæðum. Önnur vistkerfi sem eru meira rofin þurfa örlítinn byr undir vængi. Þá er mikilvægt að huga að því hvaða tegundum er sáð og gæta að öðrum þáttum eins og grunnvatnsstöðu og nálægð við gosbelti sem gætu haft áhrif á gróðurframvindu. Endurheimt vistkerfa eykur bindingu kolefnis bæði í gróður og jarðveg en þessi aukning í bindingu er mikilvægur þáttur í því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C. Vel gróin vistkerfi verða stöðugri og þola hóflegt rask mun betur en auðnir. Þar að auki hefur gróið svæði sterkt aðdráttarafl til alls kyns útivistar og dregur að ferðamenn. Fyrst og fremst geta heilbrigð vistkerfi þó bundið enn meira kolefni til framtíðar og búa yfir meiri líffræðilegri fjölbreytni en hnigin eða hrunin vistkerfi. Það er ljóst að til þess að Ísland geti staðið við markmið sín um kolefnishlutleysi þurfa stjórnvöld að herða aðgerðir í endurheimt auðna og vistkerfa. Íslensk stjórnvöld segjast vilja vera í fararbroddi í loftslagsmálum og er endurheimt hruninna vistkerfa mikilvægur og tiltölulega einfaldur þáttur til að sýna þennan vilja í verki. Loftslagsmál og endurheimt vistkerfa ættu að vera í brennidepli stjórnvalda og á það sérlega vel við á áratugi vistheimtar 2021-2030. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og nemandi í líffræði við Háskóla Íslands. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar