Ábendingalína Barnaheilla kemur að gagni Þóra Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 12:31 Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Félagasamtök Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar