Bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á lífslokameðferðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 23. febrúar 2021 20:49 Fréttastofa hefur rætt við íbúa á Suðurnesjum sem hafa lýst þungum áhyggjum yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Vísir/Egill Læknir, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, bar því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á svokölluðum lífslokameðferðum sem hann hafði umsjón með hjá stofnuninni, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að athugasemdir hafi borist á hendur fleiri læknum hjá stofnuninni. Læknirinn hafði starfað við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá árinu 2018 eða þar til hann lét sjálfur af störfum eftir að athugasemdir bárust um störf hans. Hann er meðal annars sakaður um að hafa sent fólk í lífslokameðferð án þess að þörf væri á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu bar læknirinn því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á slíkum meðferðum, sem hann hafði umsjón með hjá HSS. Kvartað vegna annars læknis Heimildir fréttastofu herma einnig að vinnubrögð fleiri starfsmanna séu til skoðunar en embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið að neinu leyti. Þá hafa kvartanir verið gerðar vegna meintrar vanrækslu annars læknis sem starfaði hjá stofnuninni en í svari sem aðstandendur fengu segir að málið verði ekki tekið til skoðunar þar sem sjúklingurinn sé látinn. Fréttastofa hefur rætt við íbúa á Suðurnesjum sem hafa lýst þungum áhyggjum yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og sumir hverjir segjast hafa fært lögheimili sitt til þess eins að þurfa ekki að leita þangað. Veigra sér við því að leita á heilsugæsluna Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í síðustu viku um traust fólks til heilsugæslna á landsbyggðinni virðast Suðurnesjamenn bera minnst traust til sinnar heilsugæslu. 24,5 prósent þeirra bera fremur eða mjög lítið traust til heilsugæslunnar. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að margt gæti skýrt þetta litla traust Suðurnesjamanna til heilsugæslu sinnar. „Þessi niðurstaða var svosem viðbúin. Við erum búin að vera að glíma við margþættan vanda varðandi þessa heilsugæslu í áratugi og því miður þá virðist sá vandi ekki vera að leysast. Við búum hérna 27 þúsund manns á svæðinu og ein lítil snotur heilsugæsla getur ekki uppfyllt þarfir allra þeirra.“ Þá sagði hann fólk hafa veigrað sér við því að leita á heilsugæsluna á Suðurnesjum. „Þú þarft að bíða lengi eftir að komast að hjá læknim, þú hefur ekki þinn eigin heilsugæslulækni og ég hef vitneskju um það að nokkur þúsund Suðurnesjamanna hafa leitað inn á höfuðborgarsvæðið og sótt sér heilsugæslulækni þar.“ Inntur eftir því hvort bæjarstjórn myndi bregðast við hinu alvarlega atviki sem nú er til skoðunar hjá HSU sagði Guðbrandur að hún væri ekki með málið á sinni könnu. „Vissulega hörmum við þennan atburð sem þarna á sér stað en ég hef engar forsendur til að tjá mig um slíkt.“ Landlæknir rannsakaði mál læknisins og niðurstöðurnar eru afdráttarlausar. Þar segir að röð alvarlegra mistaka hafi verið gerð, en þau beinast meðal annars að því að læknirinn hafi sent fólk í líknandi meðferð án þess að þörf væri á því. Hann er ekki lengur með starfsleyfi og hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu vegna málsins. Mál hans er komið á borð lögreglu. Þá hefur heilbrigðisráðherra einnig verið upplýstur um mál læknisins. Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Læknirinn hafði starfað við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá árinu 2018 eða þar til hann lét sjálfur af störfum eftir að athugasemdir bárust um störf hans. Hann er meðal annars sakaður um að hafa sent fólk í lífslokameðferð án þess að þörf væri á því. Samkvæmt heimildum fréttastofu bar læknirinn því við að hafa ekki haft nægilega þekkingu á slíkum meðferðum, sem hann hafði umsjón með hjá HSS. Kvartað vegna annars læknis Heimildir fréttastofu herma einnig að vinnubrögð fleiri starfsmanna séu til skoðunar en embætti landlæknis gat ekki tjáð sig um málið að neinu leyti. Þá hafa kvartanir verið gerðar vegna meintrar vanrækslu annars læknis sem starfaði hjá stofnuninni en í svari sem aðstandendur fengu segir að málið verði ekki tekið til skoðunar þar sem sjúklingurinn sé látinn. Fréttastofa hefur rætt við íbúa á Suðurnesjum sem hafa lýst þungum áhyggjum yfir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og sumir hverjir segjast hafa fært lögheimili sitt til þess eins að þurfa ekki að leita þangað. Veigra sér við því að leita á heilsugæsluna Samkvæmt könnun sem Maskína gerði í síðustu viku um traust fólks til heilsugæslna á landsbyggðinni virðast Suðurnesjamenn bera minnst traust til sinnar heilsugæslu. 24,5 prósent þeirra bera fremur eða mjög lítið traust til heilsugæslunnar. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að margt gæti skýrt þetta litla traust Suðurnesjamanna til heilsugæslu sinnar. „Þessi niðurstaða var svosem viðbúin. Við erum búin að vera að glíma við margþættan vanda varðandi þessa heilsugæslu í áratugi og því miður þá virðist sá vandi ekki vera að leysast. Við búum hérna 27 þúsund manns á svæðinu og ein lítil snotur heilsugæsla getur ekki uppfyllt þarfir allra þeirra.“ Þá sagði hann fólk hafa veigrað sér við því að leita á heilsugæsluna á Suðurnesjum. „Þú þarft að bíða lengi eftir að komast að hjá læknim, þú hefur ekki þinn eigin heilsugæslulækni og ég hef vitneskju um það að nokkur þúsund Suðurnesjamanna hafa leitað inn á höfuðborgarsvæðið og sótt sér heilsugæslulækni þar.“ Inntur eftir því hvort bæjarstjórn myndi bregðast við hinu alvarlega atviki sem nú er til skoðunar hjá HSU sagði Guðbrandur að hún væri ekki með málið á sinni könnu. „Vissulega hörmum við þennan atburð sem þarna á sér stað en ég hef engar forsendur til að tjá mig um slíkt.“ Landlæknir rannsakaði mál læknisins og niðurstöðurnar eru afdráttarlausar. Þar segir að röð alvarlegra mistaka hafi verið gerð, en þau beinast meðal annars að því að læknirinn hafi sent fólk í líknandi meðferð án þess að þörf væri á því. Hann er ekki lengur með starfsleyfi og hefur ekki viljað tjá sig við fréttastofu vegna málsins. Mál hans er komið á borð lögreglu. Þá hefur heilbrigðisráðherra einnig verið upplýstur um mál læknisins.
Heilbrigðismál Lögreglumál Reykjanesbær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Læknamistök á HSS Tengdar fréttir Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51 Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Segir lækninn hafa neitað móður hans um meðferð Sonur aldraðrar konu sem þurfti að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar slyss segir að móður sinni hafi hreinlega verið neitað um meðferð af lækni hjá stofnuninni, en sá er grunaður um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum með þeim afleiðingum að minnsta kosti einn sjúklingur er látinn. 23. febrúar 2021 18:51
Læknir grunaður um röð alvarlegra mistaka Fyrrverandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir rannsókn vegna gruns um vanrækslu og röð alvarlegra mistaka sem leiddu til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Málið er á borði lögreglu. 22. febrúar 2021 18:31