„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 15:25 Gísli Benedikt virtist skjálfa í viðtalinu við Kristján Má Unnarsson en það átti sér eðlilegar skýringar enda aðeins klæddur í peysu í viðtali sem tekið var utandyra. Vísir/Vilhelm Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. „Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira
„Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Sjá meira