„Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2021 15:25 Gísli Benedikt virtist skjálfa í viðtalinu við Kristján Má Unnarsson en það átti sér eðlilegar skýringar enda aðeins klæddur í peysu í viðtali sem tekið var utandyra. Vísir/Vilhelm Gísli Benedikt Gunnarsson kennari við 2. bekk í Grunnskólanum í Grindavík segist hafa haldið að jarðskjálftahrinan í morgun myndi aldrei klárast. Kennarar og nemendur hafi búið vel að jarðskjálftaæfingum frá því í fyrra. Dótadagur verður í grunnskólanum í Grindavík á morgun. „Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira
„Við vorum bara í kennslu og þá kom mikill skjálfti. Eins og kennari gerir þá sagði maður: Krakkar, nú skuluð þið fara undir borð. Og þau gerðu það,“ segir Gísli Benedikt. Grindvíkingar þekkja jarðskjálfta betur en flestir hér á landi. Óvissustig var á Reykjanesi í byrjun árs í fyrra og svo nötraði jörð bæði í ágúst og október. Gísli Benedikt segir að jarðskjálftaæfingar frá því í fyrra hafi hjálpað mikið til þegar skjálftinn reið yfir. En þeir hættu ekki. Viðtal Kristjáns Más Unnarssonar við Gísla Benedikt má sjá að neðan. „Svo gerðist þetta aftur og aftur og aftur. Maður hélt að þetta væri búið. Var að leggja fyrir verkefni. Svo hélt þetta áfram og það endaði með því að það fóru allir út, á fyrir fram ákveðna staði við skólann.“ Ásdís Vala Pálsdóttir, nemandi við þriðja bekk skólans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að nemendur í hennar bekk hefðu hlaupið út á körfuboltavöllinn við skólann. Gísli Benedikt segir að um fjöldarýmingu hafi verið að ræða en án nokkurs æsings. Allt hafi verið í rólegheitunum. „Svo fóru foreldrar að tínast hérna að. Sækja krakka. Yfirleitt brugðust krakkarnir mjög vel við, voru róleg. En það voru nokkur eins og gengur sem voru hrædd. Það var hringt í nokkra foreldra sem komu.“ Starfið í skólanum hafi verið með rólegu sniði út daginn. En krakkarnir eru væntanlega spenntir að koma í skólann á morgun. „Það var ákveðið í fyrra að gera gott úr þessu. Ef við fáum jarðskjálfta sem er yfir fimm þá er dótadagur daginn á eftir. Nú var skjálftinn 5,7 svo á morgun er dótadagur í skólanum. Við reynum að gera gott úr þessu.“ Hann viðurkennir að hafa verið skelkaður. „Já, maður var það. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að klárast,“ segir Gísli Benedikt sem er búsettur í Grindavík og grínaðist með það hvort hann kæmist ekki örugglega heim til sín að loknum vinnudegi.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Grunnskólar Jarðhræringar á Reykjanesi Skóla - og menntamál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Sjá meira