Tökum pláss og verum breytingin Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 09:30 Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun