Mæla hvort kvikugas streymi til yfirborðs Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2021 13:31 Sérfræðingur Veðurstofu Íslands, Melissa Anne Pfeffer, mælir kvikugas í Svartsengi síðastliðinn miðvikudag. Vilhelm Gunnarsson Jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort einhverjar vísbendingar sjáist um kvikuhreyfingar í tengslum við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Einn liður í eftirlitinu eru daglegar mælingar á gasuppstreymi. „Mælingar hingað til gefa engar vísbendingar um kvikuinnskot í þessari hrinu en sérfræðingar Veðurstofunnar munu halda áfram að mæla gasútstreymi á svæðinu, en ummerki um kvikugös, ef einhver væru, gætu sést í gasmælingum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands, við mælingar í Svartsengi. Vilhelm Gunnarsson Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa síðustu daga farið um svæði eins og Krýsuvík, Svartsengi og Eldvörp. Í Svartsengi hittum við á þær Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði ösku- og efnadreifingar, og Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár. Þær voru meðal annars að mæla hvort útstreymi radon-gass hefði aukist sem og hvort hitastig hefði hækkað. „Við sáum engar breytingar núna með þessum mælingum,“ sagði Melissa Anne Pfeffer, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag, eftir fyrstu stóru skjálftana. Hún sagði að mælingar á radon-gasi væru síðan bornar saman við jarðskjálfta og hreyfingar jarðskorpunnar sem mælast á gps-tækjum. Melissa Anne Pfeffer og Sara Barsotti eru báðar jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands.Vilhelm Gunnarsson „Það er erfitt að segja núna hvort þetta er kvika eða ekki. Við þurfum meiri gögn,“ sagði Sara Barsotti í viðtalinu á miðvikudag. „Það tekur tíma fyrir gas frá kviku til að koma upp. En við sjáum ekkert skrýtið núna hér,“ sagði Melissa. Hér má sjá vísindamennina að störfum: Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40 Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Mælingar hingað til gefa engar vísbendingar um kvikuinnskot í þessari hrinu en sérfræðingar Veðurstofunnar munu halda áfram að mæla gasútstreymi á svæðinu, en ummerki um kvikugös, ef einhver væru, gætu sést í gasmælingum,“ segir á vef Veðurstofunnar. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár á Veðurstofu Íslands, við mælingar í Svartsengi. Vilhelm Gunnarsson Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa síðustu daga farið um svæði eins og Krýsuvík, Svartsengi og Eldvörp. Í Svartsengi hittum við á þær Melissu Anne Pfeffer, sérfræðing á sviði ösku- og efnadreifingar, og Söru Barsotti, fagstjóra eldfjallavár. Þær voru meðal annars að mæla hvort útstreymi radon-gass hefði aukist sem og hvort hitastig hefði hækkað. „Við sáum engar breytingar núna með þessum mælingum,“ sagði Melissa Anne Pfeffer, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag, eftir fyrstu stóru skjálftana. Hún sagði að mælingar á radon-gasi væru síðan bornar saman við jarðskjálfta og hreyfingar jarðskorpunnar sem mælast á gps-tækjum. Melissa Anne Pfeffer og Sara Barsotti eru báðar jarðvísindamenn á Veðurstofu Íslands.Vilhelm Gunnarsson „Það er erfitt að segja núna hvort þetta er kvika eða ekki. Við þurfum meiri gögn,“ sagði Sara Barsotti í viðtalinu á miðvikudag. „Það tekur tíma fyrir gas frá kviku til að koma upp. En við sjáum ekkert skrýtið núna hér,“ sagði Melissa. Hér má sjá vísindamennina að störfum:
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40 Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30
Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. 26. febrúar 2021 23:40
Jarðskjálftinn í kvöld sá þriðji öflugasti í hrinunni Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna, USGS, telur jarðskjálftann sem varð á Reykjanesskaga klukkan 22.39 í kvöld hafa verið 4,9 stig að stærð. Veðurstofa Íslands mat skjálftann í fyrstu upp á ýmist 4,3 stig eða 4,7 stig en núna hefur Veðurstofan endurmetið styrk hans og telur hann einnig hafa verið 4,9 stig. 26. febrúar 2021 23:31