Ekki þetta frelsi Starri Reynisson skrifar 1. mars 2021 10:00 Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Áfengi og tóbak Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega. Upprunalegi tilgangur þessa frumvarps var að leyfa innlenda netverslun með áfengi og jafna þannig samkeppnisstöðu íslenskra brugghúsa gagnvart erlendum söluaðilum. Það er þó ekki tekið á því í núverandi mynd frumvarpsins, heldur brugghúsum aðeins leyft að selja sínar vörur á framleiðslustað. Gott skref, en lítið. Það kemur þó engum á óvart að upprunaleg mynd frumvarpsins hafi lagst illa í Vinstri Græn og Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn skýlir sér á bak við það og ekki í fyrsta sinn. Það er orðið algengt mynstur að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki í gegn þeim frelsismálum sem hann segist berjast fyrir. Svo algengt að það gefur tilefni til að efast um vilja flokksins til að ná þeim í gegn. Væri til dæmis raunverulegur vilji fyrir því hjá Sjálfstæðisflokknum að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum væri það löngu samþykkt, en flokkurinn hefur aldrei lagt þunga sinn að baki því heldur aðeins notað sem skrautfjöður fyrir einstaka þingmenn. Svo eru það einna helst frelsismál sem kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Öflugustu andstæðinga frelsis á leigubílamarkaði má til að mynda finna í þingflokki Sjálfstæðismanna og all nokkrir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um aukinn sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs, þeirra á meðal formaður flokksins, og beittu þar svipuðum rökum og systurflokkur þeirra í ríkisstjórn Póllands. Þá eru ótalin málin þar sem frelsinu er alveg kastað fyrir róða, svo sem í landbúnaði þar sem flokkurinn styður óbreytt kerfi, himinháa tolla og stendur dyggan vörð um einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. Áslaug Arna er vissulega öflugur talsmaður frelsis, nema reyndar í útlendingamálum, það verður ekki af henni tekið. Það gefur þó augaleið að frelsisþenkjandi fólk getur ekki treyst Sjálfstæðisflokknum, það kjarnaði Brynjar Níelsson ágætlega þegar hann botnaði ræðu gegn niðurlagningu mannanafnanefndar með orðunum: „Ég trúi ekki á þetta frjálslyndi!“ Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun