Nýr 8,3 milljarða vísisjóður hyggst fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 10:24 F.v. Kjartan Ólafsson, Árni Blöndal, Sigurður Arnljótsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. Aðsend Brunnur Ventures hefur lokið fjármögnun á 8,3 milljarða króna vísisjóði (e. venture capital fund) sem ber nafnið Brunnur vaxtarsjóður II. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum og er fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum auk Landsbankans. Markmið sjóðsins er að fjárfesta að lágmarki í tólf sprotafyrirtækjum en vænta má að um tuttugu félög verði í eignasafninu. Stendur til að fjárfesta fyrir 150 til 350 milljónir króna í hverju félagi, að því er fram kemur í tilkynningu. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við ábyrgðaraðilann Brunn Ventures. Þetta er annar vísisjóður Brunns Ventures en fyrir sex árum ýtti sjóðurinn úr vör fjögurra milljarða króna sjóði sem nú er fullfjárfestur. Hann fjárfesti meðal annars í Oculis, DT Equipment, Grid, Laka Power, Nanitor, IMS og Avo Software. Mikil gróska í nýsköpun „Mikil þörf er á nýjum vísisjóði hér á landi en lítið hefur verið fjárfest í nýjum sprotum á árinu 2020. Við sjáum mörg tækifæri í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum. Það á meðal annars rætur að rekja til þess að hér á landi er mikið framboð af spennandi fjárfestingakostum enda mikil gróska í nýsköpun á síðustu árum,“ segir Sigurður Arnljótsson, framkvæmdastjóri Brunns Ventures, í tilkynningu. Fjárfestingastefna sjóðsins er sögð taka mið af eftirfarandi ráðandi þáttum: að fyrirtækið sem fjárfest er í sé gjaldeyrisskapandi, reksturinn sé vel skalanlegur, fyrirtækið búi yfir viðunandi samkeppnisforskoti í formi þekkingar, viðskiptaleyndarmáls eða einkaleyfis og að frumkvöðullinn og teymið sem standa að baki fyrirtækjum sem fjárfest er í séu taldir framúrskarandi á sínu sviði. Að lokum verði lögð áhersla á að fyrirtækið starfi í einhverjum eftirtalinna geira: hugbúnaður og veflausnir, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni eða matvælaframleiðsla. Bættu nýlega við tveimur fjárfestingastjórum Brunnur Ventures var stofnað af Árna Blöndal og Sigurði Arnljótssyni. Árni var meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá netauglýsingafyrirtækinu BePaid.com um aldamótin. Hann stýrði vísisjóðnum Uppsprettu í fimm ár og hefur starfað við fjárfestingar vaxtarfyrirtækja síðan. Sigurður tók meðal annars þátt í að stofna leikjafyrirtækið CCP og var forstjóri þess fyrstu árin. Sigurður hefur komið að uppbyggingu fjölda vaxtarfyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að samhliða því að koma á fót Brunni vaxtarsjóði II hafi Kjartan Örn Ólafsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir bæst í hóp fjárfestingastjóra hjá Brunni Ventures. Kjartan er reyndur frumkvöðull og englafjárfestir og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann í New York. Margrét starfaði síðustu sex ár hjá Carbon Recycling International þar sem hún var aðstoðarforstjóri. Nýsköpun Markaðir Tækni Tengdar fréttir Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38 Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49 Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Markmið sjóðsins er að fjárfesta að lágmarki í tólf sprotafyrirtækjum en vænta má að um tuttugu félög verði í eignasafninu. Stendur til að fjárfesta fyrir 150 til 350 milljónir króna í hverju félagi, að því er fram kemur í tilkynningu. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við ábyrgðaraðilann Brunn Ventures. Þetta er annar vísisjóður Brunns Ventures en fyrir sex árum ýtti sjóðurinn úr vör fjögurra milljarða króna sjóði sem nú er fullfjárfestur. Hann fjárfesti meðal annars í Oculis, DT Equipment, Grid, Laka Power, Nanitor, IMS og Avo Software. Mikil gróska í nýsköpun „Mikil þörf er á nýjum vísisjóði hér á landi en lítið hefur verið fjárfest í nýjum sprotum á árinu 2020. Við sjáum mörg tækifæri í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum. Það á meðal annars rætur að rekja til þess að hér á landi er mikið framboð af spennandi fjárfestingakostum enda mikil gróska í nýsköpun á síðustu árum,“ segir Sigurður Arnljótsson, framkvæmdastjóri Brunns Ventures, í tilkynningu. Fjárfestingastefna sjóðsins er sögð taka mið af eftirfarandi ráðandi þáttum: að fyrirtækið sem fjárfest er í sé gjaldeyrisskapandi, reksturinn sé vel skalanlegur, fyrirtækið búi yfir viðunandi samkeppnisforskoti í formi þekkingar, viðskiptaleyndarmáls eða einkaleyfis og að frumkvöðullinn og teymið sem standa að baki fyrirtækjum sem fjárfest er í séu taldir framúrskarandi á sínu sviði. Að lokum verði lögð áhersla á að fyrirtækið starfi í einhverjum eftirtalinna geira: hugbúnaður og veflausnir, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni eða matvælaframleiðsla. Bættu nýlega við tveimur fjárfestingastjórum Brunnur Ventures var stofnað af Árna Blöndal og Sigurði Arnljótssyni. Árni var meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá netauglýsingafyrirtækinu BePaid.com um aldamótin. Hann stýrði vísisjóðnum Uppsprettu í fimm ár og hefur starfað við fjárfestingar vaxtarfyrirtækja síðan. Sigurður tók meðal annars þátt í að stofna leikjafyrirtækið CCP og var forstjóri þess fyrstu árin. Sigurður hefur komið að uppbyggingu fjölda vaxtarfyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að samhliða því að koma á fót Brunni vaxtarsjóði II hafi Kjartan Örn Ólafsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir bæst í hóp fjárfestingastjóra hjá Brunni Ventures. Kjartan er reyndur frumkvöðull og englafjárfestir og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann í New York. Margrét starfaði síðustu sex ár hjá Carbon Recycling International þar sem hún var aðstoðarforstjóri.
Nýsköpun Markaðir Tækni Tengdar fréttir Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38 Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49 Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38
Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49
Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45