Þúsund fleiri skjálftar en minni líkur á gosi: „Við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2021 00:14 Skjálftavirkni hefur í dag færst nokkuð nær Grindavík. Öflugasti skjálftinn í kvöld var 4,2 að stærð og fannst vel í Grindavík. Vísir/Egill Um þúsund fleiri jarðskjálftar hafa mælst í dag en í gær en alls hafa mælst um 3.500 síðasta sólarhringinn. Einkum hefur skjálftavirkni verið meiri nær Grindavík í dag en í gær, þótt enn sé mikil virkni við Fagradalsfjall. Minni líkur eru þó á að eldgos sé yfirvofandi en gert var ráð fyrir í gær. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert gos yfirvofandi eins og er, en á sama tíma sé ekkert hægt að útiloka enn. Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Stóri skjálftinn sem mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í kvöld reyndist vera 4,2 að stærð en ekki 4,1 líkt og fram kom í fyrstu tilkynningu. Þetta staðfestir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hristist mikið í Grindavík „Það eru um þúsund fleiri skjálftar í dag en voru í gær. Frá miðnætti til miðnættis. Síðustu tvo sólarhringa á undan eru búnir að vera kannski 2.500 til 2.600 skjálftar en núna erum við komin með um 3.500 frá miðnætti í gær,“ segir Bjarki, en Vísir náði tali af honum skömmu fyrir miðnætti. „Það er líka búin að vera meiri virkni og stærri skjálftar í dag líka en var í gær og svo eru búnir að færast skjálftar og eru að mælast rétt fyrir utan Grindavík líka. Það hristist verulega mikið í Grindavík en það er ennþá virkni í Fagradalsfjalli, það bara hoppar aðeins fram og til baka því það er svo mikil virkni þarna,“ útskýrir Bjarki. Ekkert gos yfirvofandi eins og er Aðspurður segir hann að þótt skjálftavirkni virðist að einhverju leyti vera að færast nær Grindavík, þá sé staðan óbreytt hvað varðar líkurnar á mögulegum upptökum eldgoss ef til þess kemur. Byggð sé ekki í hættu. „Eins og er þá er enginn órói á kortum hjá okkur, svo niðurstöðurnar sem komu út úr fundinum í eftirmiðdaginn gilda ennþá. Það er ekkert gos yfirvofandi en við getum auðvitað aldrei útilokað neitt enn. Það er ekkert sem bendir til þess núna, ekki eins og það var í gær þegar við fengum þessa óróapúlsa en það er bara áfram mikil jarðskjálftavirkni. Ég held að hún sé ekkert að fara að hægja á sér, alla veganna ekki í nótt,“ segir Bjarki. „Það mikilvægasta er að við sjáum hvernig skjálftarnir þróast núna og sjáum hvernig það færist til. Það er mikilvægt að maður geti fylgst með hvernig virkni er að færast í einhverjar áttir,“ segir Bjarki. Vefurinn í vandræðum Unnið hefur verið að viðgerð á vefsíðu Veðurstofunnar en jarðskjálftavefurinn hefur að hluta til legið niðri í kvöld. Eftir á að yfirfara nokkurn fjölda skjálfta sem orðið hafa í kvöld og eru upplýsingar í jarðskjálftatöflu á vef Veðurstofunnar því ekki allar 100% áreiðanlegar eins og stendur. „Þess vegna eru skjálftarnir ekki búnir að skila sér út á vefinn, út af tölvuveseni og forritun, við þurftum að endurræsa kerfið,“ segir Bjarki. „En af því við erum búin að vera í basli þá erum við búin að þurfa að seinka því að yfirfara svo við þurfum enn að yfirfara nokkra skjálfta frá þeim tíma. Það eru komnir nokkrir í viðbót en þeir eru allir á milli kannski 2,8 til 3,7 að stærð,“ segir Bjarki um stærstu skjálftana sem mælst hafa síðan stóri skjálftinn var klukkan 19:14. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent