Óttinn við samkeppni Starri Reynisson skrifar 8. mars 2021 12:00 Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Samkeppnismál Áfengi og tóbak Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun