Gera áfram ráð fyrir gosi því kvikan sitji grunnt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2021 16:54 Þessi væna sprunga myndaðist í malbiki á vegi við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga því kvikan situr grunnt eða á um eins kílómetra dýpi. Þetta sýna nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar sem náttúruvársérfræðingar vísindaráðs almannavarna rýndu í fyrr í dag. Ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga þá yrði það einhvers staðar á sprungu á svæðinu sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar utan þess svæðis að því er segir í tilkynningu frá vísindaráði. Líklegasti uppkomustaður kviku er syðst í kvikuganginum, af virkni síðustu daga að dæma. Á þessari mynd er afmarkað svæði þar sem kvikugangurinn er að myndast undir jarðskorpunni. Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á umbrotasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjall, myndast þrýstingu í jarðskorpunni. Það skapar spennu austan og vestan megin við umbrotasvæðið og er líkleg skýring á þeim skjálftum sem verða þar sú að um sé að ræða svokallaða „gikkskjálfta“ sem eru merki um spennulosun en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Dæmi um slíka skjálfta mátti sjá aðfaranótt sunnudags, 7. mars, þegar margir kröftugir skjálftar mældust á skömmum tíma. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur þarf að gera ráð fyrir sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Jarðsjálftavirkni hefur heldur minnkað frá því sem var um helgina en líkt og fram hefur komið jókst skjálftavirknin í Fagradalsfjalli á laugardagskvöld umtalsvert og aðfaranótt sunnudags hófst órói sem stóð yfir í um tuttugu mínútur. Og um tvöleytið, þá sömu nótt, reið yfir skjálfti að stærðinni 5,1. Áhrif kvikugangsins á önnur svæði á Reykjanesskaga Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls, myndast þrýstingur í jarðskorpunni. Það veldur spennubreytingum á stóru svæði umhverfis ganginn. Líkanreikningar sýna að þessar spennubreytingar koma af stað svokölluðum „gikkskjálftum“ við sinn hvorn enda kvikugangsins. Þessir skjálftar eru merki um spennulosun, en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Helstu niðurstöður fundar Vísindaráðs Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhversstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta svæði. Líklegasti uppkomustaður kviku, miðað við virkni undanfarna daga, er syðst í kvikuganginum. Nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í upphafi síðustu viku. Kvikan situr grunnt og áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Það er mat vísindaráðs að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þarf ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur þá er von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Áfram eru þessar sviðsmyndir líklegastar: -Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. -Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall -Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum -Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: *Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar *Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fjögur svæði líklegust og öll fjarri íbúabyggð Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greinir frá því að eftir síðasta sólarhring hafi elduppkomunæmissvæði breyst nokkuð. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur, milli Djúpavatns og Trölladyngju. 8. mars 2021 10:58 Heldur færri skjálftar í nótt en undanfarnar nætur Alls hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en það eru færri skjálftar en undanfarnar nætur þegar þeir hafa verið á milli 700 til 1000 talsins. 8. mars 2021 06:12 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þetta sýna nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar sem náttúruvársérfræðingar vísindaráðs almannavarna rýndu í fyrr í dag. Ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga þá yrði það einhvers staðar á sprungu á svæðinu sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar utan þess svæðis að því er segir í tilkynningu frá vísindaráði. Líklegasti uppkomustaður kviku er syðst í kvikuganginum, af virkni síðustu daga að dæma. Á þessari mynd er afmarkað svæði þar sem kvikugangurinn er að myndast undir jarðskorpunni. Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á umbrotasvæðinu milli Keilis og Fagradalsfjall, myndast þrýstingu í jarðskorpunni. Það skapar spennu austan og vestan megin við umbrotasvæðið og er líkleg skýring á þeim skjálftum sem verða þar sú að um sé að ræða svokallaða „gikkskjálfta“ sem eru merki um spennulosun en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Dæmi um slíka skjálfta mátti sjá aðfaranótt sunnudags, 7. mars, þegar margir kröftugir skjálftar mældust á skömmum tíma. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur þarf að gera ráð fyrir sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Jarðsjálftavirkni hefur heldur minnkað frá því sem var um helgina en líkt og fram hefur komið jókst skjálftavirknin í Fagradalsfjalli á laugardagskvöld umtalsvert og aðfaranótt sunnudags hófst órói sem stóð yfir í um tuttugu mínútur. Og um tvöleytið, þá sömu nótt, reið yfir skjálfti að stærðinni 5,1. Áhrif kvikugangsins á önnur svæði á Reykjanesskaga Þegar kvika flæðir inn í jarðlög og myndar kvikugang, líkt og nú á sér stað á svæðinu milli Keilis og Fagradalsfjalls, myndast þrýstingur í jarðskorpunni. Það veldur spennubreytingum á stóru svæði umhverfis ganginn. Líkanreikningar sýna að þessar spennubreytingar koma af stað svokölluðum „gikkskjálftum“ við sinn hvorn enda kvikugangsins. Þessir skjálftar eru merki um spennulosun, en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum sem þeir mælast. Helstu niðurstöður fundar Vísindaráðs Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhversstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta svæði. Líklegasti uppkomustaður kviku, miðað við virkni undanfarna daga, er syðst í kvikuganginum. Nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í upphafi síðustu viku. Kvikan situr grunnt og áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Það er mat vísindaráðs að búast megi við því að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt næstu daga. Gera þarf ráð fyrir því að ef kvikugangurinn heldur áfram að myndast næstu daga og vikur þá er von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina. Áfram eru þessar sviðsmyndir líklegastar: -Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur. -Hrinan mun færast í aukana með stærri skjálftum, allt að 6 að stærð í nágrenni við Fagradalsfjall -Skjálfti af stærða allt að 6.5 verður sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum -Kvikuinnskot haldi áfram í nágrenni við Fagradalsfjall: *Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar *Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ógna byggð
Helstu niðurstöður fundar Vísindaráðs Áfram er talið að ef til goss kemur yrði það á sprungu einhversstaðar á því svæði sem afmarkast af Fagradalsfjalli og Keili þar sem kvikugangurinn er að myndast. Engar vísbendingar eru um kvikuhreyfingar fyrir utan þetta svæði. Líklegasti uppkomustaður kviku, miðað við virkni undanfarna daga, er syðst í kvikuganginum. Nýjustu gervihnattamyndir, GPS mælingar og líkanreikningar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í upphafi síðustu viku. Kvikan situr grunnt og áfram þarf að gera ráð fyrir að gos geti brotist út. Ef kvikugangurinn heldur áfram að stækka næstu daga og vikur, má eiga von á sambærilegum jarðskjálftahviðum og urðu um helgina.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Fjögur svæði líklegust og öll fjarri íbúabyggð Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greinir frá því að eftir síðasta sólarhring hafi elduppkomunæmissvæði breyst nokkuð. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur, milli Djúpavatns og Trölladyngju. 8. mars 2021 10:58 Heldur færri skjálftar í nótt en undanfarnar nætur Alls hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en það eru færri skjálftar en undanfarnar nætur þegar þeir hafa verið á milli 700 til 1000 talsins. 8. mars 2021 06:12 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fjögur svæði líklegust og öll fjarri íbúabyggð Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands greinir frá því að eftir síðasta sólarhring hafi elduppkomunæmissvæði breyst nokkuð. Nú séu fjögur meginsvæði. Frá vestri til austurs eru þau Eldvörp, Sýlingafell, Fagradalsfjallssvæðið og Móhálsadalur, milli Djúpavatns og Trölladyngju. 8. mars 2021 10:58
Heldur færri skjálftar í nótt en undanfarnar nætur Alls hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti en það eru færri skjálftar en undanfarnar nætur þegar þeir hafa verið á milli 700 til 1000 talsins. 8. mars 2021 06:12