Við skulum ekki skjóta okkur í fótinn Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 9. mars 2021 08:01 Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan raddir unga fólksins óma frá Loftslagsverkfallinu og flestir virðast vera að átta sig á stærð vandans sem við stöndum frammi fyrir vegna hamfarahlýnunar er líkt og margir setji annan fótinn inn um dyragættina án þess að stíga skrefið til fulls. Af hverju viljum við ekki að það hlýni? Það er staðreynd að eftir því sem við losum meira kolefni þá eykst hlýnun og það er slæmt. Hlýnunin er slæm af nokkrum ástæðum - m.a. sjáum við stöðugt vaxandi öfgar í veðri og sjórinn súrnar. Það hefur áhrif á framtíð okkar og lífríkisins alls. Þegar horft er á stóru myndina er ljóst að mikilvægast er að vernda lífríkið. Bæði vegna tilveruréttar lífríkisins og einnig vegna þess að við byggjum lífsviðurværi okkar á náttúrunni og fjölbreytileika hennar. Flestir þekkja IPCC, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, en færri þekkja IPBES, milliríkjaskýrslu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi. Þróunin á þessum tveimur sviðum er samtvinnuð en samt lokar fólk oft augunum fyrir samhenginu. Sameinuðu þjóðirnar eru vanar að tileinka hvert ár einu málefni. Aftur á móti hefur allur áratugurinn 2011-2021 verið tileinkaður líffræðilegum fjölbreytileika, sem segir sitt um mikilvægi málefnisins. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um válista fugla, spendýra og æðplantna á Íslandi og segir frá stöðu þeirra í heiminum. Þar eru fjölmörg dýr og margar plöntur á válista! Þeirra á meðal eru lundinn og landselurinn, dýr sem bæði eru mörgum landsmönnum hjartfólgin. Við megum ekki gleyma því hvað er raunverulega í húfi þegar talað er um hnattræna hlýnun. Vistkerfin eru hringrásarkerfi lífs og náttúru og við erum partur af því hringrásarkerfi þrátt fyrir að við séum farin að upplifa okkur ansi aðskilin því. Forðumst því skyndilausnir á loftslagskrísunni sem koma niður á vistkerfum heimsins. Það leysir ekki vandamálið. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna og verðandi mastersnemi í leiðtogahæfni í náttúruvernd við háskólann í Cambridge. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar