„Ekki fallegt ásýndar“ að reyna að svindla sér framar, segir Kári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 17:19 Að sögn Kára vinnur deCODE enn hörðum höndum að því að raðgreina þá veiru sem greinist hér. Vísir/Vilhelm „Það er sérstaklega ógnvekjandi að vita af þessum tveimur sem greindust utan sóttkvíar en ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná utan um þetta og ég reikna ekki með að þetta verði stór bylgja,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu. Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
„Ég held það væri skynsamlegt að grípa í taumana,“ sagði Kári spurður að því hvort honum þætti tilefni til að herða sóttvarnaaðgerðir. Hann segði betra að sætta sig við stífar takmarkanir í nokkra daga, frekar en að missa ástandið úr böndunum. Hvað varðar stöðu bólusetninga á landinu, sem sumum finnst hafa gengið hægt, gaf Kári lítið fyrir hugmyndir um að reyna að „komast fram fyrir“ í röðinni. „Eins og stendur erum við á betri stað heldur en öll, að minnsta kosti flest, lönd í heiminum þanngi að það er mjög erfitt fyrir okkur að halda því fram að það væri eðlilegt að við svindluðum okkur fram fyrir í röðinni,“ sagði Kári. „Ég held að við ættum bara að sætta okkur við það sem við fáum þegar við fáum það núna, vegna þess að þangað til á laugardaginn þá hafði ekki greinst nýtt tilfelli utan sóttkvíar í mjög langan tíma. Þannig að ég held það væri ekki fallegt ásýndar ef við færum að hamast af miklum krafti að komast fram fyrir.“ „Ég held við getum verið montin“ Hvað varðar framhaldið á faraldrinum sagði Kári næstu daga myndu leiða í ljós hvaða stefnu mál tækju en hann sagðist telja um það bil helmings líkur á að mörg tilvik greindust í dag og á morgun. Því væri mikilvægt að skoða að grípa til harðra aðgerða í skamman tíma. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að ég er að verða gamall en einhvern veginn er ég býsna sáttur við það hvernig yfirvöld hafa höndlað þetta upp á síðkastið og reikna með að þau geti séð um þetta nokkuð vel.“ Kári sagði að full ástæða hefði verið til að létta á takmörkunum þegar það var gert og sá sem bar smit inni í landið virtist hafa gert allt rétt. „Engu að síður barst þetta út, þannig hlutir gerast,“ sagði hann. Hann sagði Íslendinga mega vera montna af því hversu vel hefði heppnast í baráttunni við faraldurinn. Þá væri von á niðurstöðum þriggja rannsókna deCODE í tengslum við SARS-CoV-2 á næstu tveimur til þremur vikum en hann vildi ekki tjá sig nánar um þær að svo stöddu.
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira