Stigahæst og komin í úrslitaleikinn eftir kveðjuna frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:31 Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir sést hér horfa á kveðjuna. Twitter/@@wyo_wbb Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og félagar hennar í liði Wyoming Cowgirls eru komnar alla leið í úrslitaleikinn í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir fimmtán stiga sigur á Boise State í undanúrslitunum í nótt. Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021 Körfubolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021
Körfubolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira