„Ekki viss um að hann væri að spila ef hann væri uppalinn í Sandgerði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2021 13:16 Einar Árni ræðir við sína menn í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. vísir/hulda margrét Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru yfir stöðuna á Njarðvík sem hefur verið í frjálsu falli að undanförnu. Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira