„Ekki viss um að hann væri að spila ef hann væri uppalinn í Sandgerði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2021 13:16 Einar Árni ræðir við sína menn í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. vísir/hulda margrét Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru yfir stöðuna á Njarðvík sem hefur verið í frjálsu falli að undanförnu. Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira