Staða fatlaðs fólks í hamförum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 15. mars 2021 17:01 Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss. Þá hafa margar fjölskyldur komið sér upp „viðlagakassa“ eins og Rauði kross Íslands hefur hvatt fólk til að gera og jafnvel gert áætlanir um viðbrögð ef neyðarástand myndast fyrir heimili sín. Margt fólk hefur þau forréttindi að geta hoppað fram úr rúminu um miðja nótt, gripið tösku með helstu nauðsynjum og komið sér út. Fatlað fólk er ekki alltaf í þeirri stöðu. Sumir þurfa aðstoð við að flýja heimili sín og aðrir þurfa aðstoð við að átta sig á því að neyðarástand sé uppi, t.d. vegna heyrnarskerðingar, sjónskerðingar eða þroskahömlunar. Í 11. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að framfylgja, er áréttað að ríki skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, t.d. vegna vopnaðra átaka, neyðarástands sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamfara. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda íslenskra stjórnvalda að huga að þörfum fatlaðs fólks þegar hættuástand ríkir, heldur er það einnig þjóðréttarleg skylda þeirra. Tryggja rýmingaáætlanir öryggi fatlaðs fólks? Rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins nefnir fatlað fólk tvisvar, annars vegar er almenningur þar hvattur til að huga að fötluðum og öldruðum nágrönnum sem gætu þurft aðstoð og hins vegar er þar minnst á ferðaþjónustu fatlaðs fólks, þegar kemur að áætlunum um fólksflutninga af hamfarasvæðum. Þá er talað um viðkvæma samfélagshópa og stuðning við þá og nefnt að sérstaklega að tryggja þurfi að boð berist um rýmingu og að þeir sem þurfa, fái aðstoð við rýmingu. Það er mikið öryggismál fyrir fatlað fólk að vita að það fái aðstoð í hamfaraástandi og þurfi ekki að óttast að það þurfi sjálft að hafa samband við viðbragðsaðila ef símkerfi liggja niðri eða að reiða sig á velvild og aðstoð nágranna sinna. Allt of oft er fatlað fólk sett í þá stöðu að þurfa sjálft að huga að öryggi sínu og velferð. Það á, líkt og almenningur, að geta treyst því að okkar frábæru viðbragðsaðilar hugsi einnig um þarfir þeirra. Afar jákvætt er þó að tekið sé fram að öryggi sumra gæti verið betur tryggt með því að verja húsið fyrir hamförum, frekar en að hætta á flutning fólks. Við viljum þó ítreka að þetta þarf alltaf að meta í samráði við þá einstaklinga sem í hlut eiga og af virðingu fyrir óskum viðkomandi. Upplýsingagjöf og þarfir fatlaðs fólks Fatlað fólk á samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks rétt á að fá upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta á einnig við um upplýsingar stjórnvalda um rýmingar og hættuástand sem kann að skapast. Stjórnvöld verða að taka tillit til þeirra hópa sem nota samfélagsmiðla og fréttamiðla takmarkað og muna að koma upplýsingum til þeirra á auðskildu máli. Þá er afar mikilvægt að skilaboðum sé komið til fólks um hvernig eigi að komast í fjöldahjálpastöðvar og að aðgengi sé tryggt að þeim fyrir alla hópa fatlaðs fólks. Tryggja þarf að fatlað fólk geti notað hvíldar- og salernisaðstöðu og að afmörkuð rými, eins og við verður komið, séu fyrir fólk sem þarf næði vegna fötlunar sinnar. Engar upplýsingar eru um aðgengi í fjöldahjálparstöðum eða í kröfum um slíkt í rýmingaráætlunum né á heimasíðu Rauða kross Íslands. Hver heldur utan um búsetu fatlaðs fólks? Mikilvægt er að hafa í huga að margt fatlað fólk býr utan stofnana, á eigin heimilum, og getur því ekki reitt sig á að félagsþjónustan tryggi öryggi þess. Þetta hefur komið mjög glögglega í ljós í COVID-19 faraldrinum þar sem sumir NPA-notendur áttu erfitt með að fá aðgang að hlífðarfatnaði og aðstoð. Þá hefur hópur fatlaðra einstaklinga ekki aðstoð á nóttunni þó að þeir þurfi á henni að halda , eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum nýverið, og eru því algjörlega varnarlausir komi upp neyðarástand á nóttunni. Sú spurning vaknar hvernig eigi að tryggja að fatlað fólk og aðrir sem þurfa aðstoð vegna færni eða veikinda, fái nauðsynlega aðstoð ef það þarf að rýma þegar engar upplýsingar eru um hvar þessir einstaklingar búa eða við hvaða aðstæður. Engar upplýsingar eru t.a.m. um hvort einhver á heimilinu geti veitt þeim aðstoð eða hvort þeir geti sjálfir kallað eftir hjálp ef slíkt álag er á símkerfum að ekki verði hægt að ná í viðbragðsaðila. Taka þarf tillit til persónuverndarsjónarmiða í öflun slíkra gagna, en mikilvægt er þó að viðbragðsaðilar viti hvar fólk sem þarfnast aðstoðar er staðsett komi neyðarástand upp. Ekki er að sjá í rýmingaráætlun að neinn beri ábyrgð á að veita slíkar upplýsingar. Almannavarnir og viðbragðsaðilar hafa sýnt þjóðinni á undanförnum misserum í hve góðum höndum íbúar landsins almennt eru, t.a.m. í snjóflóðinu á Flateyri í byrjun árs 2020, í aurskriðunum á Seyðisfirði sem féll fyrir síðustu jól og í COVID faraldrinum. Það er hins vegar afar mikilvægt að hugað sé sérstaklega að og undirbúin viðeigandi viðbrögð vegna fatlaðs fólks í hvers kyns hamförum og neyðarástandi. Landssamtökin Þroskahjálp eru nú sem áður reiðubúin til að koma að slíkri vinnu. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, sérfræðingur í málefnum fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Eldgos og jarðhræringar Árni Múli Jónasson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss. Þá hafa margar fjölskyldur komið sér upp „viðlagakassa“ eins og Rauði kross Íslands hefur hvatt fólk til að gera og jafnvel gert áætlanir um viðbrögð ef neyðarástand myndast fyrir heimili sín. Margt fólk hefur þau forréttindi að geta hoppað fram úr rúminu um miðja nótt, gripið tösku með helstu nauðsynjum og komið sér út. Fatlað fólk er ekki alltaf í þeirri stöðu. Sumir þurfa aðstoð við að flýja heimili sín og aðrir þurfa aðstoð við að átta sig á því að neyðarástand sé uppi, t.d. vegna heyrnarskerðingar, sjónskerðingar eða þroskahömlunar. Í 11. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að framfylgja, er áréttað að ríki skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, t.d. vegna vopnaðra átaka, neyðarástands sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamfara. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda íslenskra stjórnvalda að huga að þörfum fatlaðs fólks þegar hættuástand ríkir, heldur er það einnig þjóðréttarleg skylda þeirra. Tryggja rýmingaáætlanir öryggi fatlaðs fólks? Rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins nefnir fatlað fólk tvisvar, annars vegar er almenningur þar hvattur til að huga að fötluðum og öldruðum nágrönnum sem gætu þurft aðstoð og hins vegar er þar minnst á ferðaþjónustu fatlaðs fólks, þegar kemur að áætlunum um fólksflutninga af hamfarasvæðum. Þá er talað um viðkvæma samfélagshópa og stuðning við þá og nefnt að sérstaklega að tryggja þurfi að boð berist um rýmingu og að þeir sem þurfa, fái aðstoð við rýmingu. Það er mikið öryggismál fyrir fatlað fólk að vita að það fái aðstoð í hamfaraástandi og þurfi ekki að óttast að það þurfi sjálft að hafa samband við viðbragðsaðila ef símkerfi liggja niðri eða að reiða sig á velvild og aðstoð nágranna sinna. Allt of oft er fatlað fólk sett í þá stöðu að þurfa sjálft að huga að öryggi sínu og velferð. Það á, líkt og almenningur, að geta treyst því að okkar frábæru viðbragðsaðilar hugsi einnig um þarfir þeirra. Afar jákvætt er þó að tekið sé fram að öryggi sumra gæti verið betur tryggt með því að verja húsið fyrir hamförum, frekar en að hætta á flutning fólks. Við viljum þó ítreka að þetta þarf alltaf að meta í samráði við þá einstaklinga sem í hlut eiga og af virðingu fyrir óskum viðkomandi. Upplýsingagjöf og þarfir fatlaðs fólks Fatlað fólk á samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks rétt á að fá upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta á einnig við um upplýsingar stjórnvalda um rýmingar og hættuástand sem kann að skapast. Stjórnvöld verða að taka tillit til þeirra hópa sem nota samfélagsmiðla og fréttamiðla takmarkað og muna að koma upplýsingum til þeirra á auðskildu máli. Þá er afar mikilvægt að skilaboðum sé komið til fólks um hvernig eigi að komast í fjöldahjálpastöðvar og að aðgengi sé tryggt að þeim fyrir alla hópa fatlaðs fólks. Tryggja þarf að fatlað fólk geti notað hvíldar- og salernisaðstöðu og að afmörkuð rými, eins og við verður komið, séu fyrir fólk sem þarf næði vegna fötlunar sinnar. Engar upplýsingar eru um aðgengi í fjöldahjálparstöðum eða í kröfum um slíkt í rýmingaráætlunum né á heimasíðu Rauða kross Íslands. Hver heldur utan um búsetu fatlaðs fólks? Mikilvægt er að hafa í huga að margt fatlað fólk býr utan stofnana, á eigin heimilum, og getur því ekki reitt sig á að félagsþjónustan tryggi öryggi þess. Þetta hefur komið mjög glögglega í ljós í COVID-19 faraldrinum þar sem sumir NPA-notendur áttu erfitt með að fá aðgang að hlífðarfatnaði og aðstoð. Þá hefur hópur fatlaðra einstaklinga ekki aðstoð á nóttunni þó að þeir þurfi á henni að halda , eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum nýverið, og eru því algjörlega varnarlausir komi upp neyðarástand á nóttunni. Sú spurning vaknar hvernig eigi að tryggja að fatlað fólk og aðrir sem þurfa aðstoð vegna færni eða veikinda, fái nauðsynlega aðstoð ef það þarf að rýma þegar engar upplýsingar eru um hvar þessir einstaklingar búa eða við hvaða aðstæður. Engar upplýsingar eru t.a.m. um hvort einhver á heimilinu geti veitt þeim aðstoð eða hvort þeir geti sjálfir kallað eftir hjálp ef slíkt álag er á símkerfum að ekki verði hægt að ná í viðbragðsaðila. Taka þarf tillit til persónuverndarsjónarmiða í öflun slíkra gagna, en mikilvægt er þó að viðbragðsaðilar viti hvar fólk sem þarfnast aðstoðar er staðsett komi neyðarástand upp. Ekki er að sjá í rýmingaráætlun að neinn beri ábyrgð á að veita slíkar upplýsingar. Almannavarnir og viðbragðsaðilar hafa sýnt þjóðinni á undanförnum misserum í hve góðum höndum íbúar landsins almennt eru, t.a.m. í snjóflóðinu á Flateyri í byrjun árs 2020, í aurskriðunum á Seyðisfirði sem féll fyrir síðustu jól og í COVID faraldrinum. Það er hins vegar afar mikilvægt að hugað sé sérstaklega að og undirbúin viðeigandi viðbrögð vegna fatlaðs fólks í hvers kyns hamförum og neyðarástandi. Landssamtökin Þroskahjálp eru nú sem áður reiðubúin til að koma að slíkri vinnu. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, sérfræðingur í málefnum fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar