Guardian fjallar um skjálftana: „Ég er ekki hrædd, bara þreytt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:06 Á morgun eru þrjár vikur síðan stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa, og sá sem hratt henni af stað, varð skammt frá Keili og Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Fjallað er um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga á vef breska blaðsins Guardian en á morgun eru þrjár vikur síðan skjálfti að stærð 5,7 varð í grennd við fjöllin Keili og Fagradalsfjall. Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Síðan þá hefur jörðin á suðvesturhorni landsins nötrað og hafa nokkrir skjálftar fimm að stærð eða aðeins stærri mælst. Þá hafa fjölmargir skjálftar mælst stærri en fjórir. Kvikugangur hefur myndast á milli Keilis og Fagradalsfjalls og kvika flæðir inn í ganginn. Vísindamenn hafa sagt að líkurnar á eldgosi aukist með hverjum deginum sem líður. Í frétt Guardian segir að Íslendingar séu orðnir langeygir eftir góðum nætursvefni vegna skjálftavirkninnar undanfarnar vikur. „Við finnum stöðugt fyrir þessu. Það er eins og þú sért að labba yfir viðkvæma hengibrú,“ er haft eftir Rannveigu Guðmundsdóttur, kennara í Grindavík, í frétt Guardian. Spyr sig á hverju kvöldi hvort hún nái að sofa í nótt „Við höfum aldrei séð svona mikla jarðskjálftavirkni,“ segir Sara Barsotti, fagstjóri eldjfallavár á Veðurstofu Íslands. Rannveig segir að allir séu mjög þreyttir. „Þegar ég fer að sofa á kvöldin er það eina sem ég hugsa um: ætli ég nái að sofa í nótt?“ Í frétt Guardian segir að yfirvöld hafi þegar í fyrra búið til neyðaráætlun fyrir Grindvík enda hófst árið 2020 með mikilli jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn sem stendur við bæinn. Einn möguleikinn í þeirri neyðaráætlun sé að flytja íbúana frá bænum á bátum ef eldgos lokar vegunum í kring. „Ég treysti yfirvöldum til þess að halda okkur upplýstum og rýma bæinn. Ég er ekki hrædd, bara þreytt,“ segir Rannveig.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira