„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2021 06:30 Það hefur verið tiltölulega rólegt á Reykjanesskaganum í nótt þótt mörg hundruð skjálftar hafi engu að síður mælst. Aðeins þrír þeirra hafa verið yfir þremur. Vísir/Vilhelm Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira