Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2021 16:02 Birna Hrönn er einn af eigendum Pink Iceland. Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda. „Það átti eitt eftirminnilegt brúðkaup sér stað árið 2015, það var stórt í sniðum, mikil og skemmtileg skipulagning í kringum það og blómahafið ætlaði að verða rosalegt, Strandakirkja og Iðnó yrðu skreytt frá toppi til táar og engu til sparað. Þá setti verkfall hjá Matvælastofnun heldur betur strik í reikninginn því innflutningur blómanna var undir þeim kominn og stöðvaðist því og alls ekki hægt að láta sýn brúðhjónanna rætast,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, einn af eigendum Pink Iceland. Hún segir að þegar öllu var á botninn hvolft kom það ekki að sök. CBD verslun opnar við Hverfisgötu 39. „Brúðkaupsævintýrið var stórkostlegt og í gegnum skipulagsferlið og á meðan brúðkaupinu stóð mynduðust sterk bönd með þeim Olivia og Mat og Pink Iceland teymisins. Í gegnum árin hafa þau haldið sambandi og draumur Olivia og Mat hefur alltaf verið að dvelja til lengri tíma á Íslandi og vinna meira með okkur. Í lífi sínu og starfi vinna þau mikið með undraefnið CBD sem unnið er úr hampi og hafa notað það til að hjálpa fólki í meira en áratug. Þeirra ósk var að þróa og framleiða CBD vörulínu og kynna mólekúlið CBD rækilega fyrir Íslendingum.“ Enginn að gifta sig út af Covid Birna segir að þegar Covid skall á og enginn á leiðinni til Íslands að gifta sig og rekstrinum kippt undan Pink Iceland hafi ekki verið erfitt að segja já við því að vinna með Olivia og Mat. Nýja fyrirtækið ber nafnið Æsir Heilsa og sérhæfir sig í CBD olíu og öðrum vörum. „Vöruþróun og hönnun hófst og ári seinna er Æsir Heilsa orðið að raunverulegu fyrirtæki með frábæra vörulínu. Fremra rýminu á skrifstofu Pink Iceland, Hverfisgötu 39, hefur verið breytt í CBD sérverslun og á þessum mánuði sem búðin hefur verið opin hafa móttökurnar verið stórkostlegar og endurgjöf viðskiptavina mikill drifkraftur til að halda áfram að vinna með CBD. Við lítum björtum augum á framtíðina og við hlökkum til að taka á móti brúðhjónum þegar landamæri opnast frekar ásamt því að sinna nýja fyrirtækinu.“ Hinsegin Kannabis Reykjavík Verslun Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Það átti eitt eftirminnilegt brúðkaup sér stað árið 2015, það var stórt í sniðum, mikil og skemmtileg skipulagning í kringum það og blómahafið ætlaði að verða rosalegt, Strandakirkja og Iðnó yrðu skreytt frá toppi til táar og engu til sparað. Þá setti verkfall hjá Matvælastofnun heldur betur strik í reikninginn því innflutningur blómanna var undir þeim kominn og stöðvaðist því og alls ekki hægt að láta sýn brúðhjónanna rætast,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, einn af eigendum Pink Iceland. Hún segir að þegar öllu var á botninn hvolft kom það ekki að sök. CBD verslun opnar við Hverfisgötu 39. „Brúðkaupsævintýrið var stórkostlegt og í gegnum skipulagsferlið og á meðan brúðkaupinu stóð mynduðust sterk bönd með þeim Olivia og Mat og Pink Iceland teymisins. Í gegnum árin hafa þau haldið sambandi og draumur Olivia og Mat hefur alltaf verið að dvelja til lengri tíma á Íslandi og vinna meira með okkur. Í lífi sínu og starfi vinna þau mikið með undraefnið CBD sem unnið er úr hampi og hafa notað það til að hjálpa fólki í meira en áratug. Þeirra ósk var að þróa og framleiða CBD vörulínu og kynna mólekúlið CBD rækilega fyrir Íslendingum.“ Enginn að gifta sig út af Covid Birna segir að þegar Covid skall á og enginn á leiðinni til Íslands að gifta sig og rekstrinum kippt undan Pink Iceland hafi ekki verið erfitt að segja já við því að vinna með Olivia og Mat. Nýja fyrirtækið ber nafnið Æsir Heilsa og sérhæfir sig í CBD olíu og öðrum vörum. „Vöruþróun og hönnun hófst og ári seinna er Æsir Heilsa orðið að raunverulegu fyrirtæki með frábæra vörulínu. Fremra rýminu á skrifstofu Pink Iceland, Hverfisgötu 39, hefur verið breytt í CBD sérverslun og á þessum mánuði sem búðin hefur verið opin hafa móttökurnar verið stórkostlegar og endurgjöf viðskiptavina mikill drifkraftur til að halda áfram að vinna með CBD. Við lítum björtum augum á framtíðina og við hlökkum til að taka á móti brúðhjónum þegar landamæri opnast frekar ásamt því að sinna nýja fyrirtækinu.“
Hinsegin Kannabis Reykjavík Verslun Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira