Óþolandi staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/Vilhelm Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira