Auk Jóns Karls voru þau Elín Engilbertsdóttir, Einar Sigurðsson, Einar Hjálmar Jónsson, Matthildur Skúladóttir, Rúna Malmquist, Sigurður Helgi Birgisson og Þórarinn Stefánsson kjörin í stjórn ráðsins að því er segir á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.
Jón Karl endurkjörinn og ný stjórn tekin við

Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi ráðsins í gærkvöldi. Hann tók fyrst við formennsku í Verði árið 2018, en hann var einn í framboði nú og því sjálfkjörinn.