Hlúum að verðmætasköpun Svavar Halldórsson skrifar 19. mars 2021 11:00 Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Dýraheilbrigði Nýsköpun Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun