„Það var eiginlega talið að þetta væri í rénun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2021 22:58 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Vísir/Egill Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að eldgosið sem nú er hafið við Fagradalsfjall hafi komið honum – og líklega öðrum bæjarbúum – á óvart. Í morgun hafi litið út fyrir að virknin væri í rénun. Hann segir að staðsetning gossins virðist jafnframt góð gagnvart Grindavík. Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Fannar brá sér austur fyrir fjall nú fyrir helgi og er því sjálfur ekki staddur í Grindavík en er á heimleið. Hann kveðst hafa verið í góðu sambandi við aðgerðastjórn og viðbragðsaðila í Grindavík. „Þetta virðist vera tiltölulega hóflegt gos og vel staðsett gagnvart Grindavík eins og útlit er núna. Aðgerðastjórn hefur verið virkjuð,“ segir Fannar. „Menn eru rólegir, bjarminn sést frá bænum og staðsetningin eins og henni er lýst er mjög hagstæð fyrir okkur þannig að það virðist ekki vera nein hætta á ferðum eins og sakir standa, og kannski einna bestu.“ Þá telur hann að gosið hafi komið Grindvíkingum á óvart. „Þetta var frekar óvænt. Það var einhvern veginn þannig ástand þegar leið á daginn að þetta væri mjög ólíklegt að eitthvað myndi gerast og frekar rólegt yfir þannig að ég brá mér aðeins austur fyrir fjall eftir nokkrar vikur og þá gerist þetta,“ segir Fannar. „Við erum í sambandi við sérfræðinga Veðurstofunnar og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra klukkan tíu á hverjum einasta degi og það var eiginlega talið að þetta væri í rénun, allavega tímabundið, en aldrei að vita hvað myndi gerast. En þannig séð kom þetta á óvart.“ Uppfært klukkan 01:20 Fannar var kominn heim til Grindavíkur þegar Kristján Már Unnarsson ræddi við hann seinna um kvöldið.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira