„Nú þegar við vitum í hvaða átt hraunið er að fara þá ákváðum við að opna,“ segir Hjördís í samtali við Vísi. Það sé hefðbundið verklag að grípa til slíkra lokana þegar vá steðjar að en nú sé ljóst að engin hætta steðjar að umferð.
Hún brýnir þó fyrir fólki að vera ekki að fara að gossvæðinu en mikil umferð var á Reykjanesbrautinni í kvöld. „Það er alls ekki það sem vantar núna.“