„Það er engin bráðahætta í gangi“ Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. mars 2021 00:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í Skógarhlíð. Vísir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. „Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira