Kristján Már fór yfir eldgos síðustu þriggja áratuga í beinni Sylvía Hall skrifar 20. mars 2021 03:15 „Ég heyrði að Páll Einarsson nefndi Kröfluelda, það var einmitt fyrsta gosið sem ég dekkaði sem fréttamaður,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, í beinni útsendingu frá Grindavík í kvöld þar sem hann fylgdist með eldgosinu í Geldingadal. Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36
„Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20