Kristján Már fór yfir eldgos síðustu þriggja áratuga í beinni Sylvía Hall skrifar 20. mars 2021 03:15 „Ég heyrði að Páll Einarsson nefndi Kröfluelda, það var einmitt fyrsta gosið sem ég dekkaði sem fréttamaður,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, í beinni útsendingu frá Grindavík í kvöld þar sem hann fylgdist með eldgosinu í Geldingadal. Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36
„Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20