Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 08:38 Svæðinu við gosið í Geldingadal hefur verið lokað vegna gasmengunar. Þá er veður einnig mjög slæmt á svæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrlan sé yfir gossvæðinu núna og er hún að svipast um á svæðinu allt frá Svartsengi og að upptakasvæðinu. Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25 og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti. Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum. Steinar segir að hópar björgunarsveitarfólks séu farnir til leitar bæði á sex- og fjórhjólum og gangandi. Gossvæðinu var lokað í morgun þar sem gasmengun mældist yfir hættumörkum. Almannavarnir biðla til fólks um að virða þá lokun. Þá er mjög slæmt veður á svæðinu, mikill vindur og úrkoma, en gul viðvörun er í gildi þar sem varað er við suðvestan stormi eða hvassviðri. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Fjöldi manns lenti í vandræðum á svæðinu í nótt og opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík fyrir fólk sem björgunarsveitir höfðu bjargað hröktu og köldu af gosstöðvunum. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að fólk hafi fyrst og fremst þurft aðstoð vegna ofkælingar. „Fjöldarhjálparstöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórnar. Tæplega 40 manns í mismunandi ástandi fengu aðstoð í stöðinni. Enginn var í lífhsættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöðinni vegna meiðsla. Allir voru farnir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ segir í tilkynning Rauða krossins. Fréttin var uppfærð klukkan 09:02.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Landhelgisgæslan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira