Fljúga yfir gosstöðvarnar til að meta umfang hraunsins og hraunflæðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 06:52 Gosið í Geldingadal við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hófst á föstudagskvöld. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadal er enn í fullum gangi. Á móti hefur dregið mjög úr skjálftavirkni á svæðinu sé miðað við það sem var í aðdraganda gossins en það hófst á föstudagskvöld. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að farið verði í vísindaflug yfir gosstöðvarnar í dag. Þá verði að öllum líkindum slegið á umfang hraunsins og reynt að meta hraunflæðið. Hún segir að ekki hafi ný gossprunga opnast á svæðinu og þá sé heldur ekki að sjá að nýr gígur hafi myndast. Mikið hefur verið rætt um gasmengun frá gosinu og var svæðinu til að mynda lokað af almannavörnum í gær þar sem sagt var að gasmengun væri farin yfir hættumörk. Sigþrúður segir að sérfræðingar Veðurstofunnar hafi farið til mælinga á svæðinu í gær. Niðurstöður liggja ekki fyrir en ættu að koma með morgninum. Miðað við veðurspána sé þó ekki vænlegt að vera á svæðinu seinnipartinn í dag og jafnvel heldur ekki á morgun þar sem vindur gæti dottið niður við gosstöðvarnar og hættuleg gasefni safnast fyrir í dældum. Það geti verið mjög lúmskar aðstæður. Alls mældust 160 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum í gær og var sá stærsti 2,9 að stærð. Hann varð aðfaranótt mánudags og átti upptök sín um kílómetra suðvestur af Keili. Frá miðnætti í dag hafa mælst sextíu skjálftar á skaganum, sá stærsti 1,9 að stærð með upptök um tvo kílómetra norðvestur af Reykjanestá. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að farið verði í vísindaflug yfir gosstöðvarnar í dag. Þá verði að öllum líkindum slegið á umfang hraunsins og reynt að meta hraunflæðið. Hún segir að ekki hafi ný gossprunga opnast á svæðinu og þá sé heldur ekki að sjá að nýr gígur hafi myndast. Mikið hefur verið rætt um gasmengun frá gosinu og var svæðinu til að mynda lokað af almannavörnum í gær þar sem sagt var að gasmengun væri farin yfir hættumörk. Sigþrúður segir að sérfræðingar Veðurstofunnar hafi farið til mælinga á svæðinu í gær. Niðurstöður liggja ekki fyrir en ættu að koma með morgninum. Miðað við veðurspána sé þó ekki vænlegt að vera á svæðinu seinnipartinn í dag og jafnvel heldur ekki á morgun þar sem vindur gæti dottið niður við gosstöðvarnar og hættuleg gasefni safnast fyrir í dældum. Það geti verið mjög lúmskar aðstæður. Alls mældust 160 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum í gær og var sá stærsti 2,9 að stærð. Hann varð aðfaranótt mánudags og átti upptök sín um kílómetra suðvestur af Keili. Frá miðnætti í dag hafa mælst sextíu skjálftar á skaganum, sá stærsti 1,9 að stærð með upptök um tvo kílómetra norðvestur af Reykjanestá.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira