Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:06 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið í Geldingadal mun standa. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir niðurstöður rannsókna á hraunsýnum úr eldgosinu í Geldingadal mjög athyglisverðar og spennandi. Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira