Handbolti

Ís­­lendinga­liðin öll í fínum málum eftir fyrri leik sex­­tán liða úr­­slitanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ýmir Örn í leik kvöldsins.
Ýmir Örn í leik kvöldsins. @ehfel_official

Alls voru þrjú Íslendingalið í eldlínunni í leikjum kvöldsins í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. GOG vann CSKA Moskvu 33-31, Rhein-Neckar Löwen vann Nexe 27-25 á útivelli og Kadetten gerði jafntefli við Montpellier á útivelli.

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson varði tíu skot í marki GOG er liðið lagði CSKA Moskvu með tveggja marka mun í kvöld. Var Viktor Gísli með 25 prósent markvörslu í leiknum sem lauk með 33-31 sigri danska liðsins.

Rhein-Neckar Löwen vann tveggja marka útisigur á RK Nexe frá Króatíu í kvöld. Lokatölur í Króatíu 27-25 Löwen í vil sem er því í fínum málum fyrir síðari leik liðanna. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal markaskorara Löwen í leiknum.

Þá gerðu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten jafntefli við Montpellier í Frakklandi. Lokatölur þar 27-27 en heimamenn jöfnuðu metin úr vítakasti undir lok leiks.

Síðari leikir liðanna fara allir fram eftir slétta viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×