Handbolti

Ómar Ingi frá­bær í öruggum sigri Mag­deburg

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi átti magnaðan leik í kvöld.
Ómar Ingi átti magnaðan leik í kvöld. Peter Niedung/Getty Images

Magdeburg vann átta marka útisigur á Eurofram Pelister frá Norður-Makedóníu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, lokatölur 24-32. Fyrr í kvöld höfðu Íslendingalið GOG og Rhein-Neckar Löwen einnig unnið sína leiki.

Magdeburg er í góðum málum fyrir síðari leik liðanna sem fer fram eftir viku. Ómar Ingi Magnússon og félagar hans leiddu með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9 Magdeburg í vil.

Það lifnaði örlítið yfir sóknarleik heimamanna í síðari hálfleik en Magdeburg gaf ekki þumlung eftir. Þar ber helst að nefna Ómar Inga Magnússon en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu af 32 mörkum Magdeburg í kvöld.

Mörkin tíu skoraði Ómar Ingi úr aðeins 11 skotum.

Lokatölur leiksins 32-24 Magdeburg í vil og ljóst að þýska félagið er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×