Sveigjanleiki „siðferðileg skylda atvinnulífsins“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 14:58 Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. Vísir/Vilhelm UNICEF og Kennarasamband Íslands eru meðal þeirra sem hafa hvatt vinnuveitendur til að sýna ástandinu sem nú er komið upp í samfélaginu skilning og veita starfsmönnum sínum sveigjanleika til að sinna heimili og störfum. Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Hertar aðgerðir vegna aukinnar útbreiðslu SARS-CoV-2 í samfélaginu fela meðal annars í sér að grunn-, framhalds- og háskólanemar mæta ekki í skólann og þá hefur Félag stjórnenda leikskóla hvatt foreldra til að hafa börnin heima fram yfir páska. Í tilkynningu frá UNICEF hvetja samtökin vinnuveitendur til að setja hagsmuni barna í forgang og gefa foreldrum tækifæri til að sinna börnunum sínum. „Sóttvarnaraðgerðir voru hertar til þess að vernda börn gegn faraldrinum og nauðsynlegt að samfélagið sem heild taki höndum saman svo aðgerðirnar verði árangursríkar og að börn njóti umönnunar á meðan skólalokanir standa yfir,“ segir í tilkynningunni. Þar er vinnuveitendum meðal annars bent á að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að tillit verði tekið til foreldra, að forgangsraða verkefnum og gera raunhæfar væntingar og að krefja ekki starfsfólk um að færa vinnutíma yfir á kvöldin og helgar vegna anna yfir daginn. Vinnuveitendur standi með starfsfólkinu sínu „Aukin hætta á smitum meðal barna mun hafa áhrif á upplifun barna af faraldrinum. UNICEF hvetur foreldra til þess að ræða við börn sín um mögulegar áhyggjur sem þau kunnu að hafa. Gera þarf ráð fyrir að jafnvel ung börn séu meðvituð um aukna hættu á smitum og gegna foreldrar og fjölskyldur barna mikilvægu hlutverki í að hlusta á áhyggjur þeirra og styðja við þau. Það er ekki nauðsynlegt að leysa úr þeim vandamálum eða áhyggjum sem koma upp, en góð hlustun er merki um samkennd og skilning,“ segir enn fremur í tilkynningunni frá UNICEF. Stjórn Kennarasambands Íslands beinir þeim tilmælum til vinnuveitenda að gera allt sem þeir geta til að gera foreldrum kleift að vera heima með börnunum sínum. „Þannig geta atvinnurekendur lagst á árarnar í hinum samfélagslega slag við kórónuveiruna. Boðuð hefur verið snörp tilraun til að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Mikið er undir í því að það takist. Til þess þarf að draga úr umsvifum,“ segir á vef félagsins. „Starfsfólk fyrirtækja hefur ítrekað þurft að sýna sveigjanleika og ábyrgðarkennd til að tryggja hag stofnana, fyrirtækja og samfélagsins alls allt síðasta ár og enn á ný þurfa vinnuveitendur að standa með starfsfólki sínu. Sveigjanleiki, alls staðar þar sem honum verður við komið, er siðferðileg skylda atvinnulífsins á þessari stundu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira