Vucevic til Bulls | Rondo á leið til Clippers og Lou Williams til Atlanta Hawks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:15 Nikola Vučević mun leika í rauðum treyjum Bulls næstu misseri. EPA-EFE/JUSTIN LANE Í dag er síðasti dagurinn þar sem lið geta skipt á leikmönnum í NBA-deildinni í körfubolta. Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Chicago Bulls sótti hinn þrítuga Nikola Vučević frá Orlando Magic í dag og eru á höttunum á eftir Lonzo Ball, leikstjórnanda New Orleans Pelicans. Þá er Rajon Rondo á leiðinni til Los Angeles Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Williams verður notaður sem skiptimynt í þeim skiptum. Fjöldinn allur af leikmönnum er að skipta um lið í dag og má reikna með fleirum þegar líður á daginn. Sem stendur standa félaga skipti Vučević upp úr en Bulls ætla sér greinilega að gera sitt besta til að komast í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Eitthvað sem liðið hefur aðeins gert einu sinni á síðustu fimm árum. Here's the deal: The Bulls land Nikola Vucevic and Al Farouq Aminu for Otto Porter, Wendell Carter Jr., and two first-round picks. Huge addition for Chicago, who remains in pursuit of Lonzo Ball. The Magic are moving toward a rebuild now with Aaron Gordon deal on deck.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Vučević hefur verið í herbúðum Orlando Magic síðan árið 2012 en stefnir nú á að hjálpa Bulls að komast loksins í úrslitakeppnina. Liðið er sem stendur í 10. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 24 töp en Boston Celtics eru í 8. sætinu með 21 sigur og 23 töp. Þá hefur einnig verið staðfest að Kyle Lowry verður áfram í herbúðum Toronto Raptors. Orðrómar voru á kreiki að hann myndi róa á önnur mið í dag en Lowry var orðaður við Philadelphia 76ers. The Raptors are keeping Kyle Lowry, source tells ESPN.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) March 25, 2021 Rondo er svo á leiðinni til Clippers frá Atlanta Hawks og Lou Will fer í hina áttina. Rondo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð og á nú að hjálpa Clippers að sækja þann stóra. Lou Williams kvartar eflaust lítið en hans uppáhalds veitingastaður er í Atlanta. Meira um það í fréttinni hér að neðan. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira