Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2021 21:58 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því eldgos hófst í Geldingadölum á föstudag. Sumir hafa tekið ferfætta vini með sér. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín. Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Í stuttri Twitter-færslu bendir Kristín á að jarðefnamælingar bendi til þess að flúoríð sé að finna í vatnspollum umhverfis gosstöðvarnar, auk þess sem pH-gildi vatnsins sé hátt. Leave your dogs at home! Geochemical measurements show that there is fluoride and high PH-values in water puddles close to the #Geldingadalir eruption site.#Naturalhazards#Volcanomonitoring#dogsoftwitter pic.twitter.com/YNJiz8cUgg— Kristín Jónsdóttir (@krjonsdottir) March 25, 2021 Í Hundasamfélaginu, Facebook-hópi sem telur yfir 42 þúsund meðlimi og tileinkaður er öllu sem við kemur hundum og hundahaldi, hafa farið fram miklar umræður um hvort gáfulegt sé að taka hunda með að berja eldgosið augum. Síðasta sunnudag birti einn meðlimur til að mynda myndir af lausum hundi á svæðinu, sem var sagður hafa farið afar nálægt hraunjaðrinum á einum tímapunkti. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á ágæti þess að hafa dýrin með í för. Það sem sumum þykir sjálfsagt mál þykir öðrum afar hættulegt, og benda meðal annars á það sama og Kristín, að flúoríðeitrun geti jafnvel verið lífshættuleg hundum. Fjöldi fólks hefur síðan vakið máls á því að mögulega kunni að vera betra að fara hundalaus að eldgosinu, líkt og Kristín.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira