Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 16:06 Landsréttur segir fréttaflutninginn hafa verið í æsifréttastíl og skapað þau hughrif að pottur hlyti að vera alvarlega brotinn í starfsmannamálum á umræddum veitingastað. Vísir Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir. Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Frost og hægur vindur Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Shanghæ höfðaði málið og krafðist ómerkingar á ummælum í fjórum liðum sem birt voru á vef Ríkisútvarpsins og einum ummælum sem Sunna lét falla í beinni útsendingu í kvöldfréttum þann 30. ágúst 2017. Stefnan var gegn Sunnu aðallega, Magnúsi Geir til vara og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Ummælin lutu að ætluðu vinnumansali á veitingastaðnum sem var þá í eigu Rosita YuFan Zhang. Grunur um umrætt brot og nánari atvik reyndust haldlaus að því er segir í niðurstöðu Landsréttar. Þar kemur einnig fram að ekki færi á milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðilega ámælisverða háttsemi. Hins vegar taldi Landsréttur að ekki yrði hjá því litið að fyrir lá grunur, byggður á ábendingu sem stéttarfélagið Iðja hugðist kanna nánar. Sem raunin varð. Sunna hefði því heimildir sem hún hefði mátt telja traustar. Landsréttur taldi að hvorki yrði gerð sú krafa til Sunnu að hún kannaði sérstaklega hvort umrædd ábending væri rétt eða röng né að henni hefði verið skylt að gefa Rositu kost á að tjá sig um efni fréttanna fyrir flutning þeirra. Þá yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóti hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða nánari framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki yrði farið með rangt mál. Hún hefði því ekki með ummælum sínum farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins samkvæmt stjórnarskrá og manndréttindasáttamála Evrópu. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti var látinn falla niður í ljósi vafaatriða málsins, eins og segir í dómi Landsréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Akureyri Veitingastaðir Ríkisútvarpið Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27 Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Frost og hægur vindur Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. sýknað í Sjanghæ-málinu Lögmaður Sjaghæ segir að málinu verði að öllum líkindum áfrýjað. 17. febrúar 2020 15:27
Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. 17. desember 2018 23:17