Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 07:48 Gosið út í ljósaskiptunum. Vísir/Vilhelm Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Hann sagði skjálftavirkni hafa verið mjög svipaða síðustu daga; engin tíðindi þar. Einar og Haraldur Eiríksson, vaktaveðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, eru sammála um að það sé ekkert vit í því fyrir fólk að fara að gosstöðvunum þegar líður á daginn. „Fólk ætti fyrst og fremst að hugsa um veðrið núna og klæða sig vel. Og helst að sleppa því að fara í dag,“ segir Einar. „Það er ekkert að veðrinu þarna núna en það er vaxandi austanátt og veðrið að versna og verður orðið allhvasst eftir hádegi,“ segir Haraldur. Veðurstofa spáir hvassviðri víðast hvar á landinu. Seint í dag er spáð stormi á gosstöðvunum. „Menn verða að huga að veðri og reyna að vera ekki með vindinn í fangið,“ segir Einar og vísar til hættunnar vegna gasmengunar. Fleiri leiðir hafi verið stikaðar og menn verði að vanda sig við að velja þá leið þar sem gasmengunin er minni. „Og þegar fólk er komið á svæðið; ekki setjast beint með gasið í fangið heldur reyna að finna stað þar sem er minni gasmengun og þú ert með vindinn í bakið.“ Einar ítrekar að þegar líður á daginn bæti verulega í vindinn en á morgun sé spáð breytilegri átt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið í dag og í spá veðurvaktar um gasdreifingu segir að ekkert útivistarveður verði við gosstöðvarnar síðdegis eða í kvöld. Mengun gæti borist til Grindavíkur, sem væri óholl fyrir viðkvæma. Gasdreifingarspáin verður uppfærð fyrir hádegi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Veður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira