Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími
Hádegisfréttir bylgjan fréttir fréttatími vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví.

Vísbendingar eru um að vel gangi að taka utan um samfélagssmit sem kom upp á dögunum, þó of snemmt sé að fullyrða um það. Rögnvaldur Ólafsson ræðir við okkur um stöðu mála.

Þá fjöllum við um stöðuna við gosstöðvarnar í Geldingadölum, þangað sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína upp á síðkastið. Yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að æða ekki upp á fjöll illa búið. Vegna veður verður umferð að svæðinu lokað klukkan eitt.

Þá verður rætt við bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir hafa verið handteknir vegna málsins og rannsókn þess miðar vel.

Eins fjöllum við um mál Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, en saksóknari í Noregi hefur áfrýjað fimm ára fangelsisdómi yfir honum. Gunnar Jóhann var upphaflega dæmdur í þrettán ára fangelsi en áfrýjunardómstóll mildaði dóm hans á dögunum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. Hægt er að hlusta á fréttirnar í beinni útsendingu í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×