Hvítrússum endanlega neitað um þátttöku í Eurovision Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 14:17 Til vinstri má sjá Alexander Lúkasjenka. Til hægri er hins vegar Dmitry Koldun, einhver mesta Eurovision-hetja Hvíta-Rússlands, en hann náði besta árangri landsins í Eurovision frá upphafi, þegar hann lenti í 6. sæti árið 2007. Getty/Samsett Nú er ljóst að Hvíta-Rússland kemur ekki til með að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár. Upprunalegu framlagi landsins var hafnað þar sem það þótti of pólitískt. Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
Hvítrússar brugðu þá á það ráð að senda inn annað lag. Allt kom þó fyrir ekki, lagið þótti enn of pólitískt. Hvítrússar verða því ekki með í keppninni í ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU. Í upprunalega laginu, sem átti að vera flutt af sveitinni Galasy Zmesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“, var hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi frá forsetakosningunum í ágúst sem stjórnarandstæðingar fullyrða að hafi verið sviksamlegar. Lúkasjenka lýsti sjálfan sig sigurvegara en hann hefur ríkt í meira en aldarfjórðung. Í ljósi þessa þótti lagið, sem ber heitið ´Ya Nauchu Tebya, eða á íslensku „Ég skal kenna þér,“ of pólitískt. Í laginu var meðal annars að finna línu sem útlistast á þessa leið: „Ég skal kenna þér að hlýða.“ Nú hefur annarri tilraun sömu hljómsveitar, sem ítrekað hefur hæðst að mótmælaöldunni gegn Lúkasjenka, til að fá að vera með verið hafnað inngöngu í keppnina af sömu ástæðu. Það verður því ekkert hvítrússneskt flutt í Rotterdam, þar sem Eurovision-keppnin fer fram, dagana 18. til 22. maí.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26 Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. 13. mars 2021 12:26
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31