Áætlun stjórnvalda „á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 12:26 Kári segist ekki trúa því að af litakóðakerfi stjórnvalda á landamærunum verði. Fyrirhugað er að það taki gildi 1. maí. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að stökkbreytingar á kórónuveirunni geti leitt til þess að hún verði skaðminni þegar fram líða stundir. Hann telur fyrirhugað litakóðakerfi stjórnvalda við landamærin ekki góða hugmynd. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hann meðal annars breska afbrigði kórónuveirunnar, sem nú er ríkjandi hér á landi og víðar um heim. Hann segir veiruna stökkbreytast í fjórða hvert skipti sem hún flyst á milli manna. „Þessi veira er búin að dreifa sér svo mikið að hún hefur haft tækifæri til að stökkbreytast alveg gífurlega mikið. Það er eðli svona veiru að stökkbreytast þannig að hún geti flust á milli fólks, auðveldar. Það endar þannig að sú stökkbreyting sem leiðir til veiru sem flyst auðveldast á milli, hún blífur. Hún fer að ríkja í þeim sem sýkjast,“ sagði Kári í viðtalinu. Hann telur þá að framtíðarstökkbreytingar veirunnar geti leitt til þess að hún verði meira smitandi, en leiði til minni veikinda. „Ef þú veltir fyrir þér hagsmunum, innan gæsalappa, veirunnar. Ef það eru hagsmunir veirunnar að vera sem víðast og koma sem víðast, þá þjónar það hagsmunum veirunnar að vera eins skaðlítil og mögulegt er. Þannig að ef maður horfir til mjög langs tíma, þá er líklegt að veiran verði skaðminni og skaðminni, en flytjist hraðar á milli.“ „Gjörsamlega út í hött“ Kári kvaðst þá telja ólíklegt að af fyrirætlunum stjórnvalda yrði, um að styðjast við svokallað litakóðunarkerfi þegar fólki er hleypt inn í landið, frá og með 1. maí. Þá yrði nóg fyrir ferðamenn með bólusetningar- eða mótefnavottorð að framvísa þeim við komuna til landsins og þyrftu þeir því ekki að sæta sóttkví. Eins yrði nóg fyrir ferðamenn frá löndum sem skilgreind eru sem græn að framvísa neikvæðu PCR-prófi frá brottfararstað og undirgangast einfalda skimun á landamærum án sóttkvíar. „Sú tillaga er einhvers staðar á milli þess að vera fáránleg, hlægileg og glæpsamleg. Það er alveg gjörsamlega út í hött.“ Hann telji ríkisstjórnina þó almennt hafa staðið sig vel, þar sem hún hafi farið að ráðum sóttvarnayfirvalda og ekki tranað sér fram í faraldrinum. Það sé lofsvert. Svona verður fyrirkomulagið. „En þessi tillaga, ég veit ekki hvaðan hún kom. Hún kom ekki frá sóttvarnayfirvöldum. Ég held að hún hafi byggst bara á óskhyggju, og ég er handviss um að það verður aldrei regla sem við förum eftir. Ég hef enga trú á að menn haldi í þetta, þetta er svo heimskulegt,“ sagði Kári. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kára í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira