„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 22:00 Löng bílaröð að bílastæðaaðstöðu við gönguleiðina að gosinu myndaðist í kvöld. Vísir/Arnar Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. „Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira