Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 15:34 Fannar segir að eins og séu óþægindin af gosinu bundin við mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar. Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira