Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 15:34 Fannar segir að eins og séu óþægindin af gosinu bundin við mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar. Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira