Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Skyldudvöl í fimm daga sóttkví á hóteli mun kosta fimmtíu þúsund krónur. Farþegar úr helmingi allra véla sem lenda á fimmtudag, þegar nýjar reglur taka gildi, þurfa að fara í sóttkví á Fosshótel við Höfðatorg.

Aðeins tveir dagar eru til stefnu og ýmislegt sem þarf að undirbúa. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um ferðaþjónustuna, í dag og framundan, ekki síst í ljósi skyldudvalar á hóteli og eldgossins. Rætt verður við ferðamálstjóra sem telur að eldgosið verði fjörfarnasti ferðamannastaður landsins næstu misseri.

Einnig ræðum við um uppbyggingu og aðgengi á gosstöðvum - og hittum viðskiptamenn sem voru ekki lengi að grípa gæsina og eru mættir með veitingavagn á bílastæðin við gosið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×