Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Fimm af átta sem greindust með kórónuveiruna í gær voru utan sóttkvíar og segir sóttvarnalæknir landsmenn þurfa að búa sig undir fjölgun tilfella. Þá hafa tvö tilvik komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafa borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum í beinni frá gosstöðvum enda alltaf nóg að gerast á svæðinu. Fjallað verður um gæslu björgunarsveitamanna á svæðinu og hvort ráðlegt sé að taka ung börn með í gönguna.

Í fréttatímanum höldum við áfram að fjalla um sóttkvíarhótel sem verða tekin í notkun á morgun. Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins.

Þá hittum við hrafninn Dimmu, sem telur sig vera hund. Sjón er sögu ríkari.

Þetta og margt fleira í þéttum kvöldfréttapakka á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×