Handbolti

Oddur í sigur­liði og Ýmir Örn vann Ís­lendinga­slaginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Oddur skoraði fjögur mörk í mikilvægum sigri Balingen í dag.
Oddur skoraði fjögur mörk í mikilvægum sigri Balingen í dag. TF-Images/Getty Images

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Oddur Gretarsson var á sínum stað er Balingen-Weilstetten vann Nordhorn-Lingen. Þá hafði Ýmir Örn Gíslason betur gegn Guðmundu Guðmundssyni og Arnari Frey Arnarssyni.

Balingen-Weilstetten vann öruggan 11 marka sigur á Nordhorn-Lingen í dag, lokatölur 35-24. Oddur átti góðan leik í liði heimamanna og skoraði fjögur mörk. Sigurinn var mjög mikilvægur í fallbaráttunni en fyrir leik var aðeins stig á milli liðanna.

Balingen er sem stendur í 16. sæti með 15 stig eftir 23 leiki.

Rhein-Neckar Löwen vann eins marks útisigur á Melsungen, lokatölur 26-25 gestunum í vil. Hvorki Arnar Freyr né Ýmir Örn komust á blað í leiknum.

Ýmir Örn og félagar jafna þar með toppliðin Flensburg og Magdeburg að stigum. Öll þrjú liðin eru með 34 stig en Magdeburg á leik til góða á Löwen. Flensburg á svo þrjá leiki til góða á Magdebug og fjóra til góða á Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×