Örlar á óanægju með „fávitavarpið í Geldingadölum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 14:57 Ætla má að þessi maður sé ekki ýkja vinsæll hjá meðlimum hins nýja Facebook-hóps. RÚV Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi Alþingismaður, er ekki par sátt þegar fólk treður sér í mynd á beinu streymi Ríkisútvarpsins frá gossvæðinu í Geldingadölum. Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum. Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum.
Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira