Golden State voru án Steph Curry og Draymond Green í nótt, það var því alltaf að vitað að leikurinn yrði brekka. Raptors voru hins vegar án Kyle Lowry og svo afsakar ekkert að tapa með 53 stiga mun.
Ekkert lið í deildinni hefur unnið – eða tapað – lið með jafn miklum mun á þessari leiktíð. Þarf að fara aftur til desember ársins 2018 til að finna leik þar sem munurinn var meiri þegar flautað var til leiksloka. Þá vann Boston Celtics 76 stiga sigur á Chicago Bulls, 133-57.
Um er að ræða stærsta sigur í sögu Toronto Raptors. Þó það hafi vantað tvær af skærustu stjörnum Golden State þá kemur þetta verulega á óvart þar sem Raptors hafa verið slakir það sem af er tímabili. Var þetta aðeins 19. sigurleikur þeirra í 49 leikjum á leiktíðinni.
Þá var þetta stærsta tap Golden State síðan liðið tapaði með 63 stiga mun gegn Los Angeles Lakers árið 1972.
Hvað varðar leikinn sjálfan þá var Toronto aðeins stigi yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-26. Í öðrum leikhluta stungu Kanadabúarnir hins vegar af og var munurinn komin upp í 30 stig í hálfleik, 62-42. Toronto skoraði síðan 46 stig gegn 14 í þriðja leikhluta en vann fjórða leikhluta aðeins með einu stigi og leikinn eins og áður sagði með 53 stiga mun, lokatölur 130-77.
SPICY-P
— NBA Italia (@NBAItalia) April 3, 2021
36 PTS / 7 REB / 5 AST / 2 STL per @pskills43 che trascina i @Raptors alla vittoria 77-130 sui Golden State Warriors!#NBA | #WeTheNorth pic.twitter.com/6o5Gte7kml
Pascal Siakam var stigahæstur hjá Toronto með 36 stig. Þar á eftir kom Gary Trent Jr. með 24 stig og OG Anunoby með 21 stig. Hjá Golden State var Andrew Wiggins stigahæstur með 15 stig.
Golden State eru sem stendur í 10. sæti Vesturdeildarinnar með 23 sigra og 26 töp. Raptors eru í 11. sæti Austurdeildarinnar með 19 sigra og 30 töp.