Durant sektaður vegna einkaskilaboða á Twitter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 11:31 Durant á það til að eyða frítíma sínum í að rífast við fólk á samfélagsmiðlum. Elsa/Getty Images Kevin Durant, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, var sektaður um 50 þúsund dollara í gær, föstudag, fyrir að urða yfir leikarann Michael Rapaport í einkaskilaboðum á Twitter. Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Durant lét gamminn geysa – eða fingurna öllu heldur – á Twitter í samtali sem nær aftur til síðasta árs. Hinn 51 árs gamli Rapaport gerði garðinn frægan í þáttunum Boston Public og svo í stórmyndum á borð við Deep Blue Sea en hefur fært sig yfir í hlaðvörp á undanförnum misserum. Rapaport er stuðningsmaður New York Knicks og hefur því nýtt tækifærið til að grafa undan einum besta leikmanni Brooklyn Nets þegar tækifæri gafst, og eftir að Durant fór yfir strikið. I receive threats and disgusting messages DAILY, but never in my wildest dreams did I think @KDTrey5 would be among them. The himself is now threatening me, bringing up my wife and wants to fight. This is supposed to be America s sweetheart right? #ImDaRealMVP pic.twitter.com/l1VQfGMMRF— MichaelRapaport (@MichaelRapaport) March 30, 2021 Durant kallaði leikarann öllum illum nöfnum ásamt því að móðga eiginkonu hans. Var sumt af því sem Durant lét falla túlkað sem hómófóbískt og það er ekki boðlegt af hálfu NBA-deildarinnar. Durant þarf nú að borga 50 þúsund Bandaríkjadali í sekt eða rúmar 6.3 milljónir íslenskra króna. Eftir að samskiptin voru opinberuð hefur Durant beðist afsökunar en samt sem áður bent á að hann og „Mike“ tali reglulega saman og þá sé það mun verra en það sem leikarinn birti. I m sorry that people seen that language I used. That s not really what I want people to see and hear from me KD addresses his social media exchanges with Michael Rapaport(via @SNYNets)pic.twitter.com/mUnIxWFNzd— Bleacher Report (@BleacherReport) April 1, 2021 Durant hefur lengi verið umdeildur á samfélagsmiðlum en hann er duglegur að svara fyrir sig og þá viðurkenndi leikmaðurinn að hann ætti „burner“ aðgang sem hann notaði til að verja sig fyrir gagnrýni. Hinn 32 ára gamli Durant samdi við ofurlið Nets sumarið 2019 í þeirri von um að landa sínum þriðja meistaratitli. Hann var frá allt síðasta tímabil eftir að hafa slitið hásin tímabilið á undan. Hann hefur spilað einkar vel það sem af er þessari leiktíð, það er þegar hann er heill. Durant er með 29 stig, 7.3 fráköst og 5.3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 19 leikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 13. febrúar vegna meiðsla aftan í læri.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16 Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. 3. apríl 2021 10:16
Sögulegur sigur Toronto Raptors Toronto Raptors vann í nótt sinn stærsta sigur frá upphafi í NBA-deildinni í körfubolta. Liðið lagði Golden State Warriors með 53 stiga mun hvorki meira né minna, lokatölur 130-77. Golden State hefur nú tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum. 3. apríl 2021 09:46