Naumur sigur Bucks og fjöldi stórsigra í nótt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 09:15 Þessir tveir áttu góða leiki í nótt. Jrue Holiday tryggði Bucks sigur á meðan Russell Westbrook var eini leikmaður Wizards með lífsmarki í stóru tapi. EPA-EFE/SHAWN THEW Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks vann nauman eins stigs sigur á Sacramento Kings, 129-128. Þá unnu Utah Jazz, Portland Trail Blazers, New York Knicks og Dallas Mavericks öll stórsigra. Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, var ekki með Bucks í nótt og lenti liðið í vandræðum með Sacramento Kings. Gestirnir frá Milwaukee voru hænuskrefi á undan í fyrri hálfleik en um miðjan þriðja leikhluta jafnaði Sacramento leikinn í stöðunni 81-81. Gestirnir gáfu í eftir það og voru komnir 11 stigum yfir um miðbik fjórða leikhluta, staðan þá 116-105 Bucks í vil. Leikmenn Kings neituðu að gefast upp og var staðan jöfn 119-119 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Jrue Holiday steig upp í fjarveru Giannis og sá til þess að Bucks lönduðu eins stigs sigri, lokatölur 129-128. Hann skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók sjö fráköst. Brook Lopez kom þar á eftir með 26 stig. Hjá Kings voru De‘Aaron Fox og Terence Davis báðir með 27 stig. Season-high 33 PTS 11 AST@Jrue_Holiday11 leads the @Bucks to 3 straight wins! pic.twitter.com/aIWL7xxEy5— NBA (@NBA) April 4, 2021 Dallas Mavericks fór illa með Washington Wizards, lokatölur 109-87. Russell Westbrook skoraði 26 af 87 stigum Wizards í leiknum ásamt því að taka 14 fráköst. Luka Dončić var með 26 stig í liði Dallas sem og átta fráköst og sex stoðsendingar. Boban Marjanović var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. 26 PTS, 6 AST for @luka7doncic.4 straight wins for @dallasmavs.#MFFL pic.twitter.com/V6oOLmcNmS— NBA (@NBA) April 4, 2021 New York Knicks rúllaði yfir Detroit Pistons, 125-81. Julius Randle skoraði 29 stig í liði Knicks ásamt því að taka átta fráköst og Reggie Bullock skoraði 22 stig. Hjá Pistons var Jerami Grant stigahæstur með 16 stig. Portland Trail Blazers fór álíka illa með Oklahoma City Thunder, lokatölur þar 133-85. Damian Lillard var rólegur í liði Portland að þessu sinni með „aðeins“ 16 stig. Stigahæstur var CJ McCollum með 20 stig en alls skoruðu átta leikmenn liðsins tíu stig eða meira. Enes Kanter endaði með tvöfalda tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Hjá Oklahoma var Kenrich Williams stigahæstur með 18 stig. Besta lið deildarinnar um þessar mundir, Utah Jazz, ákvað að vera með og lagði Orlando Magic með 46 stiga mun, lokatölur 137-91. Donovan Mitchell skoraði 22 stig á aðeins 21 mínútu. Þar á eftir komu Bojan Bogdanović og Joe Ingles, báðir með 17 stig. Hjá Magic var Wendell Carter r. stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 12 fráköst. 26 threes NBA record for threes in a half (18)The @utahjazz were on FIRE in their 9th straight win and 22nd straight home win! pic.twitter.com/RkwHQqqEzz— NBA (@NBA) April 4, 2021 Joel Embiid sneri aftur á völlinn með Philadelphia 76ers eftir meiðsli. Hann skoraði 24 stig og tók átta fráköst í 122-113 sigri 76ers á Minnesota Timberwolves. @JoelEmbiid did his thing in his return to action.24 PTS | 8 REB | 3 BLK | @sixers W pic.twitter.com/YZbSTrgnFi— NBA (@NBA) April 4, 2021 Þá vann Miami Heat góðan 14 stiga sigur á Cleveland Cavaliers, 115-101 og Indiana Pacers vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, 139-133. Hér má sjá stöðuna í bæði Austur- og Vesturdeildinni. Þá er vert að minna á að Chicago Bulls og Brooklyn Nets mætast klukkan 18.00 í dag, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira