Lögbannskröfu NOVIS gegn Seðlabankanum hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 18:38 Tilkynning Seðlabankans um NOVIS var talin ónákvæm en innan svigrúm bankans til að birta upplýsingar um aðila sem hann hefur eftirlit með. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í kröfu slóvakíska vátryggingafélagsins NOVIS um að lögbann yrði lagt á að Seðlabanki Íslands birti grein um sölubann á fyrirtækið á vefsíðu sinni. Seðlabankinn var ekki talinn hafa farið út fyrir heimildir sínar sem eftirlitsaðili á vátryggingamarkaði. Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað. Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Seðlabankinn birti tilkynningu um að tímabundið bann hefði verið lagt við nýsölu vátryggingaafurða NOVIS í Slóvakíu í september. Bannið næði til Íslands. NOVIS tryggði þá þúsundir íslenskra viðskiptavina. Forsvarsmenn NOVIS á Íslandi voru ósáttir við tilkynningu Seðlabankans og kröfðust þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu legði lögbann við því að bankinn birti hana á vefsíðu sinni. Héldu því þeir fram að rangfærslur væru í tilkynningunni þar sem að ekki væri um sölubann að ræða. Sýslumaður synjaði beiðninni. NOVIS kærði synjun sýslumanns til héraðsdóms. Í úrskurði hans þar sem kröfu fyrirtækisins er hafnað kemur fram að tilkynning Seðlabankans um NOVIS hafi ekki verið nákvæm að öllu leyti. Orðalagið um „tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða […] þar til tilgreind skilyrði hafi verið uppfyllt“ hafi mátt skilja þannig að almennt bann hefði verið lagt við nýsölu vátrygginga NOVIS. Í raun hafi ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu falið í sér bann við samningum sem uppfylltu ekki ákveðin skilyrði. Dómurinn taldi að ákvörðun Seðlabanka Slóvakíu hafi borið skýrlega með sér að vafi hafi verið upp um hvort að viðskiptahættir NOVIS samrýmdust lög og samninga. Þrátt fyrir ónákvæmnina í tilkynningu Seðlabanka Íslands taldi dómurinn að bankinn hefði ekki farið út fyrir svigrúm sitt til að birta upplýsingar um málefni tengd þeim aðilum sem hann hefur eftirlit með. Kröfu NOVIS um að ákvörðun sýslumanns um að synja lögbannsbeiðninni yrði felld úr gildi og honum gert að leggja lögbann á birtingu tilkynningarinnar var því hafnað. NOVIS þarf að greiða Seðlabankanum 700.000 krónur í málskostnað.
Seðlabankinn Tryggingar Dómsmál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07 Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Framkvæmdastjóri Novis hristir höfuðið yfir tilkynningu Seðlabankans Framkvæmdastjóri slóvakíska tryggingafélagsins Novis segir alrangt að Seðlabanki Slóvakíu hafi gefið út bann við nýsölu vátrygginga eins og haldið er fram á heimasíðu Seðlabanka Íslands. 22. september 2020 15:07
Óvissa um stöðu Novis sem tryggir fimm þúsund manns hér á landi Rúmlega fimm þúsund manns hér á landi ættu að velta fyrir sér tryggingamálum sínum eftir að Seðlabanki Slóvakíu lagði tímabundið bann við nýsölu vátryggingaafurða tryggingafélagsins Novis. 22. september 2020 11:34